Skírnir - 01.01.1961, Side 87
Skírnir
Um ákvæðaskáld
85
við hann, að vera mundi hann kraftaskáld eða ákvæðinn,
sem kallað er, svo létt sem honum væri um kveðskap. Tók
hann ekki af með öllu, og hafði sem í glett. Gerðu þeir þá
spéskap að og sá Breiðfjörð það. Innanbúðarmaður einn
átti tík eina danska, er oft gó að Breiðfjörð, en fáum fleir-
ur, og var sem henni væri á hann stefnt. Spurðu menn
hann þá að, hvort hann fengi ekki kveðið hana til dauða.
Hann tók enn ekki af, en kallaði það illvirki, vildi lítið sýsla
um tal það, og sá að fullt spé var við haft. Fór heim til her-
bergis síns, en keypti af sveini einum um dögunina morg-
uninn eftir, að gefa tíkinni „Kransauga“. En er Breiðfjörð
reis af rekkju tíðlega, gekk hann í búð og bað um í staup-
inu, og lézt nú við búinn, að sýna kvæðamátt sinn, ef þá
lysti að sjá, og heimti að tíkin væri kölluð. Hafði hann
ætlað ólyfjani því, er henni var gefið, stundirnar .. . Tók
Breiðfjörð þá að kveða, og leið ei langt áður hún tók að fá
flogin. Þótti þeim þá nóg um og báðu hann hætta ... En
það kvað Breiðf jörð engan kost. Kallaði á þeim bitna skyldi
illvirki þetta, er hæfilegt væri fyrir gabb við sig, létzt og
miklu meira þurfa til slíks að verja, að umbæta það á var
kveðið, og drapst tíkin, en allir hættu að spottast að krafta-
kveðskap hans.19)
Allt þetta eru aðeins dæmi um hugsanlegar skýringar. Margt
fleira kemur til greina — og loks: — „En fleira’ er til á himni
og jörðu; — en heimspekina okkar dreymir um!“
VI.
Áður en unnt er að reyna að skýra uppruna kraftaskálda-
sagnanna verður að athuga aldur þeirra. Þar er um tvennt að
ræða: í fyrsta lagi, hvenær sögnin er skrásett í fyrsta skipti,
og í öðru lagi, hvenær hún á að hafa gerzt. Flestar sagnir hafa
ekki verið skrásettar fyrr en eftir um 1850, en margar þeirra
eiga að hafa gerzt á 17. og 18. öld. Þar sem kraftaskáldin eru
sögulegar persónur, er oftast nær unnt að skera úr nokkurn
19) Gísli Konráðsson, Ævisaga Sigurðar Breiðfjörðs skálds (1948),
bls. 9 áfr.