Skírnir - 01.01.1961, Qupperneq 89
Skímir
Um ákvæðaskáld
87
Auðvitað eru sumar ákvæðavísur eignaðar fleirum, eins og
títt er um aðrar lausavísur. Getur þá verið vont og vafasamt
verk að skera úr, hvað rétt sé. Þetta er þó ekki mjög algengt,
og leikur mér grunur á, að það sé sjaldgæfara um kraftavísur
en flestar aðrar lausavísur, sem ganga í munnmælum, þótt
ekki geti ég sannað það með tölum að sinni. Þetta skýrist lík-
lega af því, að tildrögin eru skýrari um ákvæðavísurnar, sagn-
irnar eru staðbundnari og breytast því síður.
Þar sem ákvæðavísur eru eignaðar fleirum, er langoftast
unnt að sjá orsökina til þess, að ruglingur hefur orðið. Tökum
vísuna um kraftaskáldið, kaupmanninn og brennivínstunnuna.
Þetta er ein gerðin:
Einu sinni kom Þórður [þ. e. Þórður á Strjúgi] í Höfða-
kaupstað. Var þar vegið að honum, án þess hann fengi
nokkra réttingu á því eða kæmi orði fyrir sig. Hann mælti
þá við kaupmanninn: „Gefðu mér í staupið úr ámunni
þarna.“ Kaupmaður mælti: „Fjandinn hafi þann dropann,
sem í henni er.“ Þá kvað Þórður:
Krefst ég þess af þér, sem kaupmaður gaf þér, kölski og fjandi,
í ámuna farðu óstöðvandi
og af henni hrittu hverju bandi.
Þá sprakk áman, en það, sem í henni var, steyptist á búð-
argólfið.
Þetta er elzta dæmið, skrásett um 1859 af séra Skúla Gísla-
syni.21) Annars er þessi vísa eignuð fimm mönnum, auk Þórð-
ar á Strjúgi, sem uppi var á 16. öld, Þorvaldi Rögnvaldssyni á
Sauðanesi, d. 1680, Bergsteini blinda Þorvaldssyni, sem líklega
var uppi á 17. öld, annars er fátt vitað um hann með vissu, Þor-
móði í Gvendareyjum, d. 1747, og Páli Jónssyni skálda, d. 1846.
Tímans vegna væri því ekkert til fyrirstöðu, að hún gæti verið
eftir séra Pál, en mjög verður að telja það ósennilegt, þar sem
sögnin er sögð um svo marga; það bendir frekar á tiltölulega
háan aldur. Ef við athugum hin nöfnin, er liðurinn Þor- sam-
eiginlegur í nöfnunum Þórður, Þorvaldur og Þormóður, og
21) Sagnakver Skúla Gíslasonar, bls. 83.