Skírnir - 01.01.1961, Page 92
90
Bo Almqvist
Skímir
laus.“ (Þetta á líklega við Þórð á Strjúgi og Hall Magnússon).
„Ennfremur að munkur hafi veitzt með bölbænum að bisk-
upi nokkrum, er áður hafði gert munkinum miska. Varð biskup-
inn nærri sturlaður og tók ekki að batna, fyrr en munkurinn
kvað bragarbót (palinodium), og að annar munkur í Þykkva-
bæjarklaustri um 1500 ofsótti þjónustustúlku, sem hafði áður
gert honum miska með ákvæðakvæði, svo að jörðin hafi tekið
að opnast og tekið hana að sér allt upp að hnjám.“ —
Svipaðar sagnir eru til frá seinni öldum. Mætti til dæmis til
samanburðar nefna sögn um Jón á Berunesi:
Jón hafði þótzt ranglega dæmdur og hugði enn að jafna
á sýslumanni, slóst í för með honum og ljóðaði á hann:
Átján rastir undir svörð,
allur hverfur friður.
Fimmtán palla í fúna jörð
fjandinn dragi þig niður!
Þá sprakk jörðin fyrir framan hest sýslumanns og hugði
hann að hún mundi gleypa sig með hestinum. Bað hann
Jón taka af ákvæðið, hvað sem það gilti. Jón kvað þá þrjár
vísur, sem eigi hefur náðst í. Upp frá þessu voru þeir
sýslumaður vinir .. .22)
Af þessum frásögnum er ljóst, að unnt er að fá nokkra hug-
mynd um, hvers konar sagnir af kraftaskáldum hafa verið
sagðar á 16. öld. En er hægt að komast lengra aftur í tímann?
1 Sjálfdeilum Halls Magnússonar er þess getið, að bróðir
Eysteinn hafi verið kraftaskáld:
Eysteinn hét sá upptók slag
af eptirleitni snauða,
þá hann kvað svo breyttan brag
að biskup hrepti dauða.
Jón Þorkelsson segir um þetta: „Denne variation af sagnet om
biskop Gyrd og broder Eysteinn haves ikke andre steder ...“
Þó held ég, að öruggt megi telja, að sögnin byggi á munnmæla-
sögu. 1 Biskupaannálum Jóns Egilssonar, þar sem vísan „Gyrð-
ur kembir gulan reik“ er tilfærð, segir líka:
22) Sigfús Sigfússon, Islenzkar þjóð-sögur og -sagnir VIII, bls. 41.