Skírnir - 01.01.1961, Síða 93
Skírnir
Um ákvæðaskáld
91
„Einn bróður frá Þykkvabæjarklaustri hafa menn helzt lagt
til ræðu; hann hét Eysteinn; var jafnan fátt á millum þeirra
biskups og hans, og heldur kalt og svo lyktáSi méS þeim.“23)
Þetta bendir til þess, að Jón Egilsson hafi vitað meira en hann
vill segja frá. Eins er ekki ólíklegt, að sögnin, er Resen segir
um munkinn, sem kvað biskup sturlaðan, sé um Eystein. Bróð-
ir Eysteinn hefur áreiðanlega verið kraftaskáld.
Þar með er komið aftur á miðja 14. öld, og er þá mál að at-
huga fornritin. Hafa þau inni að halda sagnir um ákvæða-
skáld? Þessari spurningu verður að svara játandi, en einnig
að slá þann varnagla, að dæmin eru fá, óljós og oftast grun-
samleg á einhvern hátt. Væri gaman að taka þetta til nánari
meðferðar, en það yrði og langt mál.
Hér skal aðeins nefnt, að ákvæðavísur Egils Skallagrímsson-
ar, sem svo hafa verið kallaðar, eru að mörgu leyti annars eðlis
en kraftaskáldavísur seinni alda.
1 12. kap. Njálu er vísa Svans til þess að gera galdraþoku:
„Verði þoka / ok verði skrípi / ok undr öllum þeim / er eptir
þér sækja.“ Þar eru þó einnig viðhafðar aðrar töfraathafnir,
og gæti ég helzt trúað, að hér sé um formúlu að ræða.
Tvær sagnir eru í Danasögu Saxa, sem ef til vill mætti kalla
kraftaskáldakyns, báðar í þeim köfhim, sem hafa verið taldir
vestnorrænir. Fátt eitt annað er eim ig fróðlegt til samanburð-
ar, en ekki hossar það hátt. — Þó get ég ekki hjá mér leitt að
minnast á eina heimild, Þorleifs þátt jarlsskálds, en hann hef-
ur inni að halda merkustu lýsingu ákvæðaskáldskapar í forn-
íslenzkum bókmenntum.
Þátturinn er talinn vera frá því um 1300. Höfundur hans
hefur kunnað að segja frá á skemmtilegan hátt, en ærið er þó
þátturinn tíningslegur, og verður að nota hann með mikilli var-
kárni. Samt má að miklu leyti rekja vinnubrögð höfundarins,
þótt lítt verði það hér gert. Frásögnin er þannig:
Þorleifur hefur neitað að verzla við Hákon jarl. Jarlinn
brennir skip hans í hefndar skyni, en Þorleifur fer til Dan-
merkur og dvelst þar hjá Sveini konungi. Seinna biður hann
23) Safn til sögu Islands I, bls. 33. Skáletrað af mér.