Skírnir - 01.01.1961, Síða 95
Skírnir
Um ákvæðaskáld
93
kafla til meðferðar í riti sínu um nið,25) og hyggur hann, að
þessi lýsing hafi að kalla ekkert sameiginlegt með því kvæði,
sem Þorleifur hefur upprunalega flutt. Aftur á móti gefur
orðið konuvísur vísbending um, hvernig kvæðið hafi verið,
jarli hefur verið brigzlað um kynvillu, eins og titt er um önn-
ur níðkvæði. Hygg ég, að þetta sé rétt. En allir hlutir eru smíð-
aðir úr nokkru efni, og er því rétt að athuga lýsinguna, eins
og hún er. Sumt getur verið ímyndun höfundarins, annað
tekið úr rituðum heimildum, en sumt á rætur að rekja til þess,
sem hann hefur vitað um kraftakvæði úr eigin reynslu. —
Vísubrotið „Þoku dregr upp it ytra“ o. s. frv. líkist ekki á
neinn hátt kraftavísu, heldur felur það í sér náttúrulýsingu.
Hins vegar á það vel heima á öðrum stað, vísan kann að hafa
verið kveðin, þegar Þorleifur frétti um, að jarlinn hafði brennt
skip hans. Lýsingin á þokunni, þegar Jarlsníð var flutt, gæti
þá verið búin til eftir vísuhelmingnum, eins og Jónas Kristjáns-
son hugsar sér það í formála að EyfirSinga sögum í Islenzk-
um fornritum.26) Sennilegt finnst mér, að höfundurinn hafi
haldið, að vísan væri eftir Þorleif, og ekkert mælir gegn því,
að svo geti verið. — Alveg eins, held ég, að höfundur þáttar-
ins hafi farið að á öðrum stað. Þegar hann minnist á lofkvæðið,
segir hann, að þar sé „getit ok í framaverka Eiríks sonar hans.“
Þetta atriði finnst mér of nákvæmt og skipta of litlu máli til
þess að vera skáldskapur. Nú er til á öðrum stöðum brot úr
lofkvæði til Hákonar eftir Þorleif, og er lofið ærið mikið og
ekki nema eðlilegt, að jarlinum „hafi þótt lof í hverri vísu“.27)
Ég held, að höfundur Þorleifs þáttar hafi þekkt þetta kvæði,
meðan það hefur verið heilt, og að við getum tekið það gilt, að
Eiríks hafi verið getið þar. Höfundurinn hefur sennilega trúað
því, að þetta kvæði væri hlutur Jarlsníðs og hefur ef til vill
fengið hugmyndina um þrískipting kvæðisins úr lausavísunni
og kvæðinu. Þó verður sumt eftir í þessari lýsingu, sem verð-
ur að skilja á annan hátt. Það, sem er sameiginlegt við krafta-
25) Studier i fomvástnordisk diktning II, bls. 45 áfr.
2«) bls. XCVIII.
27) Sjá um þetta kvæði Finnur Jónsson, Lit. hist. I, 540.