Skírnir - 01.01.1961, Síða 97
Skírnir
Um ákvæðaskáld
95
stundum veldur spottkvæðið dauða. Eins er minnzt á líkþrá.
Því miður þekki ég ekki nema nokkrar þessara lýsinga og all-
ar í útdrætti, en þær virðast vera nokkuð svipaðar og yfirleitt
eins og sagt hefur verið frá. Þetta er eitt dæmið frá 17. öld í
enskri þýðingu, þar sem kraftaskáldið Peadar O. Mulconry
minnir á það, sem hefur gerzt, og gefur í skyn, að annað eins
gæti komið fyrir aftur; það er kveðið við bónda, sem hefur
móðgað hann:
A tale I heard that well might tame thy mood
A gamesome chief of Gascony’s best blood
refused a i>oet once. The satire spread
and the man withered, strengthless, leprous, dead.28)
Mætti gefa önnur lík dæmi úr fornöld. — Annað er í þættin-
um, sem getur gert trúlegt, að um samband við írska trú sé að
ræða. T. d. segir í lýsingunni á þeim býsnum, sem gerðust,
þegar Jarlsníð var kveðið: „Þá var hvert jám á gangi þat er í
var hQllinni, án manna VQldum, ok varð þat margra manna
bani“. Slíkt er fágætt í íslenzkum heimildum, en það er kunn-
ugt úr írskum heimildum. Helzta íslenzka hliðstæðan er í
Brjáns þætti í Njálu, en þar segir: „Renndu þá sverð ór slíðr-
um, en oxar ok spjót flugu í lopt upp ok bQrðusk ...“. Mjög
er trúlegt, að þetta sé líka úr írskum sögum.29)
Mörg atriði í því, sem kraftaskáldin írsku hafast að, minna
einnig á einkennilegan hátt á það, sem íslenzku skáldin hafa
gert, þótt ekki sé hægt að rekja það hér nánar. Svo að dæmi sé
nefnt, má geta þess, að til er írsk sögn um það, að móður
kraftaskálds hafi verið neitað um öl, en þá kvað kraftaskáldið
vísu, svo að áman rifnaði. Allt þetta þarf þó að rannsaka nánar.
Starfssvið írskra kraftaskálda virðist aðallega falla innan eins
þeirra flokka, sem hér hafa verið nefndir á undan, þess sem
við köllum reíSisagnir. Þó eru til dæmi um, að skáldin hafi
drepið dýr, sérstaklega mýs. Ef við athugmn nú aldur sagna-
flokkanna á Islandi, verður ljóst, að elztu dæmin, sem við vit-
28) Robin Flower, The Irish Tradition, bls. 172. Sjá annars um írskan
kraftakveðskap sérstaklega Tom Peete Cross, Motif-Index of Early Irish
Literature (Bloomington 1952), bls. 401 (M 400. 1.*).
29) Islenzk fornrit XII, bls. +46.