Skírnir - 01.01.1961, Page 98
96
Bo Almqvist
Skímir
um um, falla undir reiðisagnaflokkinn. Svo er um bróður Ey-
stein, svo er um Þórð á Strjúgi og Hall Magnússon. Einnig
höfum við séð, að þessi flokkur er sérstæðastur, en til annarra
þarfa eru auk kraftakvæðanna notuð önnur töfrabrögð. Við
höfrnn engin gömul örugg dæmi um björg í bú, hafís, veður
o. fl. eða draugavörn, og má vel vera, að þær sagnir séu ekki
komnar upp fyrr en eftir siðaskiptin. Menn hafa veitt því eftir-
tekt, að alls konar hjátrú tekur mjög að magnast eftir siða-
skiptin, og er það eðlilegt, þar sem óskir og ótti manna hafa
verið að mestu leyti eins, en engin von hefur lengur verið að
fá vörn og hjálp frá þeim dýrlingum, sem fullnægðu þörf
manna á þessum sviðum í kaþólskunni. Ef menn bera saman
jarteiknasögur um dýrlingana íslenzku og sögur um töframenn
frá 16. og 17. öld, verður ljóst, að töframennirnir hafa gert
margt, sem dýrlingarnir önnuðust áður. Þetta gildir sérstak-
lega um kraftaskáldin, margar sagnir um björg í bú, áhrif á
náttúruvöldin og draugavörn minna mjög á jarteiknasögurnar.
Finnst mér því eðlilegt að hugsa sér, að kraftaskáldin hafi fært
út kvíarnar um það leyti, sem þess gerðist þörf.
IX.
Mörgum kann að finnast heldur vafasöm sú kenning um írsk
upptök kraftaskáldasagnanna, sem hér hefrn- verið sett fram.
Sem betur fer skiptir heldur ekki mestu máli, hvort hún er rétt
eða röng, því að hvort sem heldur er, eru kraftaskáldasagnirn-
ar aðallega íslenzkt fyrirbæri, fræ kann að hafa borizt hingað
erlendis frá, en á Islandi er jarðvegurinn, þar sem sagnirnar
hafa þróazt. Vaxtarskilyrði þeirra eru að öllu leyti íslenzk.
Hér á landi hefur þjóðin tekið ástfóstri við vísur og kvæði, varð-
veitt þau eins og dýrmætan fjársjóð, metið skáldin og trúað á
mátt þeirra. Kraftaskáldasagnirnar hafa því verið gæddar lífi,
hugtakið hefur alltaf verið að breytast og færast út, nýjar
sagnir hafa komið til; — en jarðvegurinn er þó ekki aðeins
hið íslenzka þjóðfélag með séreinkennum þess, heldur einnig
hinar gömlu sagnir. Einkennilega oft koma nýjar sagnir upp,
sem minna mjög, jafnvel í smáatriðum, á eldri sagnir. Nýjar