Skírnir - 01.01.1961, Síða 103
Skímir
Samtíningur um Fóstbræðrasögu
101
hestinum nokkum hluta leiðarinnar. Joðurr fellst á þetta í
fyrstu, en sér eftir því síðar. Hávarr krefst þess, að hann láti
hestinn af hendi, þegar leið Joðurs liggur fram hjá bæ hans á
ný. Þá svarar Joðurr: „Þú munt vilja lána mér hestinn heim
til Skeljabrekku." Hávarr segir: „Eigi vil ek, að nú fari hestr-
inn lengra.“ Joðurr segir: „Þó munu vér hafa hestinn, þótt þú
vilir eigi ljá.“ — Þessu svarar Hávarr á þá lund, að hann hjó
ofan klyfjarnar og tók í tauma hestsins og hélt heim á leið.
Joðurr drepur þá Hávar samstundis, tekur hestinn með sér og
fer sína leið (bls. 126—127). Vísan á bls. 130 greinir í engu
frá ósætti þeirra Joðurs og Hávars né heldur frá nánari atvik-
um drápsins. — Nokkru síðar í sögunni segir frá því, er Þor-
geirr hefur húizt til utanfarar. Á leið til skips saknar hann
hests síns, er þeir félagar höfðu áð í skógi nokkrum. Kemur
þá í ljós, að ungur maður, Bjarni Skúfsson að nafni, hafði tekið
hestinn traustataki til þess að elta uppi sauði, er strokið höfðu
úr kvíum. Þorgeirr kemur auga á manninn, og þegar fundum
þeirra ber saman, telur Þorgeirr Bjarna hollast að stíga þegar
af baki hestinum. En Bjarna er líkt farið og Joður. Hann vill
ekki láta hestinn lausan. „Ek mun nú litlu við auka reiðina,
því at ek mun eigi lengra ríða en heim til dura.“ Þorgeirr
mælti: „Þat vil ek, at þú stígir nú þegar af baki.“ Bjarni segir:
„Ekki mun hestinn skaða, þótt ek ríða heim til húss.“ Þorgeirr
mælti: „Ek vil þessu ráða, at þú ríðir eigi lengra at sinni.“
(155). Bjarni er engu að síður ráðinn í að fá vilja sínum fram-
gengt og snýr hestinum heim á leið. Þorgeirr leggur hann þá
þegar með spjóti og féll hann niður dauður (155). Vísan, sem
á eftir kemur (156), getur hér að engu orsaka drápsins frekar
en í hið fyrra sinnið, hvað þá heldur nánari atvika bardagans.
Nú er hægurinn hjá að álíta, að hér sé um einbera tilviljun
að ræða og telja þetta ekki til endurtekninga, þar eð aðstæður
í þessum tveimur dæmum eru næsta ólíkar, en það verður öllu
örðugra, þegar þess er gætt, hversu oft þetta einkenni skýtur
upp kollinum. Skal því fyrst bent á tvö gleggstu dæmin um
þetta og síðan rakin þau, sem liggja ekki eins ljóst fyrir, en
skýrast betur, þegar þessi þáttur í efnismeðferð sögunnar er
fullrakinn.