Skírnir - 01.01.1961, Síða 105
Skímir Samtíningur um Fóstbræðrasögu 103
ná honum og leynist í hólmi í þarabrúki og fær þannig borgið
lífi sínu.
Eftir hinn leynilega bardaga við Falgeirr bjargar Þormóðr
sér á sundi í sker eitt og leggst þar til hvíldar. Raunar er hann
sannfærður um, að dagar hans séu taldir, því að hann var mjög
móður og sár, en langt til lands. Honum er þó lengra líf ætlað,
því að Skúfr kemur honum til bjargar (bls. 241). Og á fyrr-
nefndum flótta sínum undan Þórdísi, þegar Þormóðr hefur fal-
ið sig í þaranum og bátnum hefur hvolft, á hann engrar undan-
komu auðið úr hólmanum annarrar en leggjast til sunds, þar
sem honum þótti skemmst til lands. En hann fær heldur ekki
í þetta sinn borgið sér á sundi. örmagna kemst hann við illan
leik í annað sker, og „mátti hvergi þaðan komask“ (255).
Ennþá er honum þó bjargað. Grím bónda í Vík dreymir draum,
þar sem Ólafr konungur Haraldsson birtist honum og býður
honum að fara til og sækja Þormóð sáran í skerið út (255).
Raunar fær Ólafr helgi tvívegis endranær borgið hirðmanni
sínirm: 1 bardaganum utan hellismunnans (bls. 240) og í þara-
brúkinu í hólmanum, er menn Þórdísar lögðu spjótum í brúk-
ið og hann vildi gefa sig fram, en þótti þá „sem tekit væri fyrir
munn honum“ (bls. 254—255).
Þá skal og á það bent, að tvisvar sinnum dreymir Þórdísi,
hvar Þormóðr leynist. 1 fyrra skiptið kemst Þormóðr undan
vegna draums, sem Grímu dreymir, og varar hún Þormóð við.
f síðara sinnið er það einnig draumur, sem bjargar Þormóði;
það er draumur Gríms um Ólaf helga, sem fyrr getur.
Af frábærri gamansemi lýsir höfundur dvöl hinna stór-
brotnu garpa, Þorgeirs og Butralda, hjá hugleysingjanum og
lítilmenninu Þorkatli bónda í Gervidal. Hið fyrra kvöldið étur
Butraldi ketmatinn allan, svo að Þorgeirr situr eftir með forn-
ost einan, þurran sér til matar. Að morgni nær Þorgeirr sér þó
niðri á Butralda, hrifsar hann þá skammrifið, en Butraldi má
una við ostinn (bls. 144-—145). Ein orðaskipti í þessum kafla
minna á svipaðan atburð síðar í sögunni. Þegar Þorgeirr kem-
ur til bæjar Þorkels, er Butraldi þar fyrir, og verður bóndi
skelfingu lostinn vegna þess, sem kynni að gerast í húsum
hans, þar eð garpamir tveir voru engir vinir. Þorgeirr verður