Skírnir - 01.01.1961, Síða 106
104
Erik S^nderholm
Skimir
var við hræðslu bónda og mælir af virðuleik: „Ekki mun til
skaða, bóndi, þótt vér séum hér komnir“ (bls. 144). Seinna er
Þorgeirr á förum utan og er aftur svo óheppinn að eiga sam-
leið með fjandmanni sínum, er Gautr heitir. Þorgeirr finnur
enn þá hræðslu, sem grípur samferðamennina, og mælir höfð-
ingjalega til stýrimanns: „Vel má ek nýta að vera samskipa
við Gaut“ (bls. 158). Síðar gerast þeir atburðir með þeim Þor-
geiri og Gaut, sem mjög eru áþekkir fyrrnefndri frásögn á bæ
Þorkels bónda. Övinir þessir reisa búðir sínar á strönd, þar sem
illt er til eldiviðar. Dag einn skortir matsveina Gauts við undir
katlana. Gengur þá Gautr til búðar Þorgeirs, sem ekki var
heima við, og tekur spjótskaft hans og leggur á eldinn. En dag-
inn eftir er auðvitað skipt um hlutverk, og fer Þorgeirr þá
sömu erinda til búðar Gauts og leggur spjótskaft hans á elda
sína (bls. 198—199). 1 bæði skiptin ber að sama brunni. Þor-
geirr verður þeim báðum að bana Butralda og Gaut. — Þessi
dæmi bæði bera þó vilja og getu höfundarins til listrænna
vinnubragða ótvírætt vitni. Þau eru ekki óviljaverk. En séu
þessar lýsingar bornar saman við endurtekningarnar, sem grein
þessi fjallar um, kemur munurinn á hinum sjálfráðu og ósjálf-
ráðu endurtekningum hvað skýrast í ljós.
1 þessu sambandi má einnig geta þess, að Þorgeirr lendir tvi-
vegis í upphafi sögunnar í bardaga við andstæðinga, sem eru
ofjarlar hans, mun eldri og reyndari. Höfundur greinir ýtar-
lega frá aðstæðum, sem mjög eru keimlíkar. Þegar Þorgeirr
kemur síðla kvölds að Skeljabrekku, gengur jQðurr bóndi til
dyra innan úr lýstri stofunni. „jQðurr ok hans menn áttu
dimmt út að sjá, þar sem þeir váru frá ljósi komnir, en Þor-
geiri var nQkkuru hœgra at sjá þá, sem stóðu í durunum“ (bls.
130). Nokkru síðar ráðast þeir Þormóðr og Þorgeirr að Ingólfi
og Þorbrandi. Fóstbræður koma það snemma morguns að
bænum, að ekki er ljóst orðið. Þeir vekja heimamenn, og koma
þeir því ekki til dyra úr lýstri stofu: „Þeim Þorgeiri var dimmt
at sjá inn í dyrmar, því at lítt var lýst, en út var ljósara at líta,
ok var þeim hœgra at verjask, er inni váru“ (138). Vísan, sem
fylgir, veitir að venju engar skýringar á smáatriðum sem þess-
um í aðförinni.