Skírnir - 01.01.1961, Síða 107
Skírnir
Samtíningur um Fóstbræðrasögu
105
Höfundur lætur þó ekki við sitja, að endurtaka atriði eins
og þessi, lesandanum til undrunar, sem árangurslaust leitar
listrænna sjónarmiða, er að baki kynnu að leynast. Hann
beitir og sömu aðferð í sjálfu orðavalinu; fyrsta dæmið um
það hefði ef til vill átt að telja meðal þeirra, sem fyrr voru
nefnd, þar sem lýsing á aðstæðunum er endurtekin. En þar eð
þær eru mjög almenns eðlis, hef ég heldur kosið að gefa ein-
göngu gaum að því, hvernig orðum er hagað: „ .. . tók spjót í
ItQnd sér . . . ok gengr út í dyrr ... ok snýr spjótinu ok setti
spjótsoddinn í þreskjQldinn“ (bls. 129) sbr.: „ . .. tekr spjót
sitt, gengr út í dyrr ok setr spjótsoddinn í þreskjpldinn" (bls.
185). Um Þormóð segir svo „honum þótti lQngum daufligt“
(bls. 161), „Þormóði þótti jafnan daufligt“ (bls. 169), „ . . . ok
þótti mér daufligt heima“ (bls. 171) og loks: „Þormóði þótti
daufligt í hellinum“ (bls. 238). Tvisvar kemur fyrir orðatil-
tækið „víða stendr kyn mitt fótum“ (bls. 195 og 221); sbr.
einnig þessar setningar: „nú er þá varir sízt“ (bls. 130), „ok
er minnstar vánir váru“ (185), „nú er minnstar vánir váru“
(bls. 222) og loks: „ok er minnstar vánir váru“ (28). Þessi
merkilega setning: „ok fekk mQrgum manni oxin náttverð"
(bls. 128) kemur aftur fyrir, þó í breyttri mynd: „at vér fáim
nQkkurum mQnnum œrinn náttverð“ (bls. 158); þessu skylt er:
„þeim þótti illt at eiga náttból undir vápnum Þorgeirs“ (bls.
147), sbr. „ok þótti engum gott . .. at eiga náttból undir oxi
hans“ (bls. 268), sbr.: „því at engum þótti girniligt gistingar-
ból undir oxi hans“ (bls. 206). Mér má bæta við, að guð er
þrívegis nefndur „inn hæsti hQfuðsmiðr“ (bls. 128,133 og208),
enn fremur minnir höfundur þrisvar sinnum á, „at kristni var
ung“ (bls. 125, 161 og 213). Þessi síðustu dæmi —- sem á eng-
an hátt skipta meginmáli: endurtekningar á söguefni — leiða
hugann rakleiðis að þætti, sem er í nánu sambandi við efni
það, sem hér er tekið til athugunar: hlutfallið milli ópersónu-
legrar og persónulegrar afstöðu höfundar gagnvart verki sínu.
Það er þó utan þeirra þröngu marka, sem þessari grein er
ætlað að fjalla um, að ræða þetta atriði. Þó skal á það lögð
áherzla, að þessi saga er óvenjuauðug að persónulegum athuga-
semdum höfundarins, og má þar einkum nefna hinar guðræki-