Skírnir - 01.01.1961, Side 108
106
Erik Sondcrholm
Skímir
legu þenkingar (t. d. bls. 125, 133, 161, 208, 213, 247), og eru
þá ótaldar hinar kunnu læknisfræðilegu athugasemdir, sem
m. a. hafa riðið baggamuninn í fyrrnefndri tilgátu Sigurðar
prófessors Nordals. Annars úir og grúir af persónulegum út-
úrdúrum í sögunni, sérstaklega í upphafi, t. d. stórkostlegar
lýsingar á virðulegri skapstillingu hetjunnar (bls. 124, 127,
128).
En látum svo vera, að þetta beri vott um litla stíltækni; því
ber þó ekki að neita, að stíllinn hefur fengið slíkan virðuleika-
svip, er fram liðu stundir, að hann varpar mjög sérkennileg-
um töfrablæ á söguna.
Að síðustu vil ég á ný víkja að því, sem mikilvægara er, og
benda á sérkennilegan þátt í persónulýsingum höfundarins.
Ekki þarf að kanna verkið ofan í kjölinn til þess að sjá, að sag-
an lýsir í rauninni aðeins tveimur manngerðum: það er garp-
urinn, sem alla jafnan fær þennan vitnisburð: hávaðamaðr,
óvinsæll, ódæll og ekki jafnaðarmaðr. Þá er hinni mannteg-
undinni lýst með jafneinhæfum orðum: vitr maðr ok vinsæll.
Nokkur dæmi skulu nefnd, sem sýna, að þetta er rétt athug-
að. Þeim fóstbræðrum er lýst nokkuð náið í upphafi sögunnar,
þó ekki ýtarlega. Á einum stað er þeim báðum lýst samtímis
og segir þar, þeir „váru eigi vinsælir, tQlðu margir þá ekki
vera jafnaðarmenn“ (bls. 125) og athugum svo hinar sögu-
hetjurnar nánar. Fyrst þá „vondu“:
Joðurr: Hann var garpr mikill ok hofðingi, ódæll ok lítill
jafnaðarmaðr við marga menn (126).
Hávarr: mikill vígamaðr ok hávaðamaðr ok ódæll (123).
Þorbrandr: hann var garpr mikill ok ódæll ok óvinsæll. Þeir
feðgar báðir váru ójafnaðarmenn miklir (133—134).
Butraldi: . . . rammr at afli . .. harðfengr í skaplyndi, víga-
maðr mikill (143).
Gautr: Gautr var mikill vexti ok sterkr ok óvænn yfirlits ok
grimmligr í ásjánu, óvinsæll ok nasbráðr ok heiptúðigr í skap-
lyndi (178).
Þórir: . . . var mikill hávaðamaðr ok heldr ódæll ok óvin-
sæll (183).