Skírnir - 01.01.1961, Page 109
Skírnir
Samtíningur um Fóstbræðrasögu
107
Frœndr Þorgríms: Allir frændr Þorgríms váru miklir hávaða-
menn ok ójafnaðarfullir (225).
Um „góða“ fólkið í sögunni eru dómarnir á þessa lund:
ÞorbjQrg: hon var vitr kona ok stórlynd (121).
Vermundr: hann var vitr ok vinsæll.
Þorgils: hann var mikill hgfðingi, vitr ok vinsæll, ríkr ok
ráðvandr (124).
SigrfljóS: hon var vitr ok vinsæl (134).
Kálfr, Steinólfr: þeir váru á ungum aldri og vel fjáreigandi
ok vinsælir menn (196).
Eyjólfr: . . . var gQrviligr maðr ok vinsæll (196).
Skúfr: hann var grœnlenzkr maðr at kyni, farmaðr mikill
ok vitr maðr ok vinsæll (214).
Þorkell: . .. var mikill hQfðingi, ríkr ok vinsæll (224).
Bjarni: ... vitr maðr ok vinsæll (224).
Sigurðr: ... var fráligr maðr, vinsæll ok lítill hávaðamaðr
(225).
Þessar ívitnanir ættu að vera næg sönnun þess, að persónu-
lýsingarnar eru hvorki blæbrigðaríkar né fjölskrúðugar. Þvert
á móti er undarlega oft japlað á sömu tuggunni. Dæmin hér
að framan sýna einnig, að fábreytnin í persónulýsingunum á
jafnt við aðalpersónur sem aukapersónur sögunnar.
Hér skal staðar numið. Ætlunin með þessum fáu orðum er
ekki að gefa neina fullnægjandi lýsingu á Fóstbræðrasögu,
heldur aðeins vekja athygli á fáeinum sérkennum. Nú er það
vitað, sem fyrr getur, að sagan hlýtur að vera mjög gömul.
Það er því sanngjarnt að rekja þau atriði, sem hér hafa verið
rædd, til viðvaningsbragar höfundar, sem stafar af því, að sagna-
ritunin er á bernskuskeiði og ekki komin í þann fasta farveg,
sem síðar verður. Ég vil þó leggja áherzlu á það, að ég tel ekki
gildi þessara sérkenna svo stórvægilegt, að af þeim einum sam-
an verði dregin sú ályktun, að sagan hljóti að vera gömul.
Menn verða að hafa það hugfast, að á öllum tímum hafa verið
til góðir og slæmir, snjallir og miður snjallir rithöfundar,
þannig að við rannsóknir, sem takmarkast við einstaka grein
og sérstaklega við tímasetningu á grundvelli slíkra rannsókna,