Skírnir - 01.01.1961, Síða 111
Skírnir
Samtíningur um Fóstbræðrasögu
109
Þormóðr fyrir ofan í tóna, þá er fyrir hellisdurunum var“ (bls. 240),
sbr. að Skúfr og Bjarni, sem búa í Eiríksfirði, koma á báti og bjarga
honum. Þá fæst ef til vill einnig skýring á staðarheitinu Falgeirsvik við
Brattahlíð, sem Guðni Jónsson bendir á (bls. 240). En útgefanda gleym-
ist, að höfundi er bersýnilega alls ókunnugt um innbyrðis afstöðu þess-
ara fjarða tveggja: þannig lætur hann Þormóð hlaupa aftur úr Einars-
firði til Eiríksfjarðar. Eitt er fullvist. Hér er um sama hellinn að ræða,
og hann er í Eiríksfirði. Ef menn taka ekki þessa skýringu fullgilda og
ekki heldur þá, að hér sé um hreint og beint glappaskot að ræða, en
freista þess að sannreyna þessa furðulegu frásögn, kynnu menn helzt að
láta sér í hug koma, að bræðurnir þrír hefðu fundið Þormóð i hellinum
og ráðizt þar að honum. — Þekkingarleysi höfundar á staðháttum á
Grænlandi kemur einnig skýrt fram í því, að hann lætur Þormóð dvelj-
ast langa hríð á Grænlandi, áður en úrslitaatburðirnir gerast á þinginu,
eins og alls ekkert samband væri milli fjarðanna tveggja. Þorgrimi er
að minnsta kosti ókunnugt um vist Þormóðs á Grænlandi. En það verð-
ur að teljast mjög með ólíkindum. — í svona fámennu þjóðfélagi er
einnig allósennilegt, að Þormóðr og Lúsa-Oddi þekktust ekki að.
4) Mér er nær að halda, að frásögnin af Gesti sé næsta ófullburða. Fram-
koma hans og tilvist öll er svo furðuleg, að maður á von á, að þessi dular-
fulli maður ráði úrslitum um gang sögunnar. Sennilegast er þó, að hér
sé um leifar af munnlegri frásögn að ræða, sem nú er týnd og tröllum
gefin. 1 þessu sambandi vil ég benda á, að Gestr getur verið tilkominn
fyrir misskilning á Öðinssögnum, sbr. hliðstæðan misskilning Saxos é
þeim guði. Höfundur er að minnsta kosti í vandræðum með að koma
Gesti þessum inn í atburðarás sögunnar aftur.
Hjálmar Ólafsson íslenzkaði.