Skírnir - 01.01.1961, Page 112
ÁRNI BJÖRNSSON:
HJÁTRÚ Á JÓLUM.
[Grein þessi er kafli úr lengra riti um jól á Islandi, forsögu þeirra og
hliðstæðar hátíðir í fornöld, heiðin jól á Norðurlöndum og Islandi, almennt
jólahald á Islandi, kirkjuleg jól, jólaveizlur, jólagleði og hjátrú í sambandi
við jólin].
Enginn partur ársins hefur getið af sér hjátrú og hindur-
vitni í jafnríkum mæli og jólin. Er þá bæði, að gerast eiga
ýmis undur og fyrirburðir og hægt á að vera með staðfestu,
þolinmæði og svolítilli heppni að verða sér úti um lífstíðar
gæfu, og svo hitt, að þá eru á sveimi ýmsar verur, flestar illar
og viðsjárverðar, en nokkrar þó vel meinandi, þótt talsverður
vandi sé að umgangast þær. Flest af þessu tagi mun vera
arfur úr heiðni, og mun það ein ástæðan til þess, hve allt er á
reiki um tímann, sem hinir einstöku atburðir eiga að fara fram
á. Virðist það t. d. breytilegt sveit frá sveit og jafnvel frá manni
til manns, hvort tiltekinn atburður á að eiga sér stað á jóla-,
nýárs- eða þrettándanótt. Hefur mér því ekki þótt fært að skipta
þessu efni niður á einstaka daga, heldur er hvert atriði tekið í
senn og sagt, hvenær það á einkum að hafa farið fram.
Álfar og huldufólk.
Um jólin flytja álfarnir búferlum, og má því oft sjá til þeirra
álfareiÖ. Er stundum talið, að sá flutningur eigi sér stað á jóla-
nótt (J. Á. III 27) eða þrettándanótt (J. Á. I 120), en lang-
samlega algengust trú er, að þetta fari fram á nýársnótt (J. Á.
I 28, 111, 119, III 168—169). Þó má vera, að trú þessi um
jólanóttina sé eldri, frá þvi að jólanóttin var hin gamla nýárs-
nótt (J. Á. I 118). Á hinn bóginn er algengara, að álfamessur
fari fram á jólanótt (J. Á. I 104, 117, III 104, 164—166, 169),
þótt oft beri þær einnig við á nýársnótt (J. Á. I 33, III 47, 165).