Skírnir - 01.01.1961, Side 113
Skírnir
Hjátrú á jólum
111
Útisetur á krossgötum þóttu vænlegastar á jólunum eða á
Jónsmessunótt. En varðandi jólin ber ekki öllum saman um,
hvort heppilegast var að sitja úti á jóla-, nýárs- eða þrettánda-
nótt, en langflestir telja það þó nýársnótt. Þetta kann þó líka
að hafa verið annan veg fyrrum, meðan átti dagur jóla var
ekki orðinn nýársdagur. Útisetur töldust í fymdinni til galdra
og fordæðuskapar, og lágu bönn við þeim í norskum lögum
(Heilag. II 411, Orkn. 169, N.G.L. I 19, sbr. Hwb. VI 1024).
En útiseturnar voru, a. m. k. síðar meir, mjög tengdar álfa-
trúnni og framdar á svofelldan hátt, eftir því sem segir í þjóð-
sögum Jóns Árnasonar:
„Sá, sem ætlaði sér að sitja úti til frétta, þurfti að búa
sig út á gamlárskvöld og hafa með sér gráan kött, grátt
gæruskinn, rostungshúð eða öldungshúð og öxi. Með þetta
allt skyldi særingamaður fara út á krossgötur, sem lægju
allar hver um sig beina leið og án þess að shtna til fjögra
kirkna. Á gatnamótunum sjálfum skal særingamaður
liggja, breiða vel yfir sig húðina og bregða henni innundir
sig á allar hliðar svo ekkert standi útundan henni af líkam-
anum. öxinni skal hann halda milli handa sér, einblína
í eggina og lita hvorki til hægri né vinstri, hvað sem fyrir
hann ber, né heldur anza einu orði, þó á hann sé yrt. 1
þessum stellingum skal maður liggja grafkyrr, til þess dag-
ur ljómar morguninn eftir. Þegar særingamaður var bú-
inn að búa um sig á þenna hátt, hóf hann upp særinga-
formála og fyrirmæli þau sem hlýddu til að særa dauða.
Eftir það komu til hans ættingjar hans, ef hann átti nokkra
grafna við eina eða fleiri af hinum fjórum kirkjum, sem
krossgöturnar liggja að, og sögðu honum allt, sem hann
fýsti að vita, orðna hluti og óorðna um margar aldir fram.
Ef særingamaðurinn hafði staðfestu til að horfa í axar-
eggina og líta aldrei út af og tala ekki orð frá munni, hvað
sem á gekk, mundi hann ekki einungis allt, sem hinir
framliðnu sögðu honum, heldur gat hann hvenær sem
hann vildi eftir það leitað frétta af þeim að ósekju um alla
hluti, sem hann gimti að vita, með því að sitja úti.
. . . Af því það hefur verið almenn trú hér á landi, að