Skírnir - 01.01.1961, Side 116
114
Árni Björnsson
Skímir
frá Austurlandi, en ekki virðist þó ástæða til að rekja Grýlu-
trúna sérstaklega þangað, því að elzta Grýlukvæði, sem unnt
er með vissu að staðsetja, kvæði séra Guðmundar Erlendssonar,
er úr Skagafjarðarsýslu, og Skröggskvæði virðist ort á Snæfells-
nesi og er eignað Guðmundi Bergþórssyni.
Grýla er þekkt sem tröllkonuheiti í Snorra-Eddu (Sn. E.
230), og víða í fornum ritum er talað um grýlur í merking-
unni ógnir eða ógnanir (Forn. I 253, Þ. Hreð. 29, Fm. VIII 3,
Heilag. I 683). Þetta þekkist líka frá siðari öldum, t. d. í Vída-
líns postillu (Víd. Post. 135). En í íslendingasögu Sturlu Þórð-
arsonar virðist Grýla þegar vera orðin harla þekkt flagð í nokk-
urri líkingu við það, sem síðar varð. Þegar Loftur Pálsson fer
að Birni Þorvaldssyni á Breiðabólstað, kveður hann, er hann
ríður í túnið með liði sínu:
Hér ferr Grýla
í garð ofan,
ok hefr á sér
hala fimmtán.
(Sturl. I 281).
Hér mun Loftur fara með slitur úr kunnri þulu, fremur en
hann skáldi þetta sjálfur, en af slíkri þulu hafa varðveitzt ýmis
afbrigði, svo sem hið alkunna:
Grýla reið fyrir ofan garð,
hafði hala fimmtán,
en é hverjum hala
hundrað belgi,
en í hverjum belg
börn tuttugu.
Þar vantar í eitt
og þar skal fara í barnið leitt.
Þula af þessu tagi hefur verið þekkt á 16. öld, því að í Syrpu
séra Gottskálks í Glaumbæ frá miðri 16. öld stendur með talna-
gátum og slíku þessi setning:
„Svo margt grylu lid XXX þusunder ij. M. j einum belg.“
(Arkiv. XII 65).
Jón Þorkelsson telur þetta merkja, að lið Grýlu sé 32.000. En
sé gert ráð fyrir, að halarnir fimmtán séu með í útreikningi