Skírnir - 01.01.1961, Page 117
Skímir
Iljátrú á jólum
115
þessum, koma 2 og %s belgir á hvern hala, og er það ekki
traustvekjandi. Mér finnst eðlilegra að skilja þetta svo, að lið
Grýlu sé 30.000, og 2.000 í hverjum belg, en þá er einn belgur
á hverjum hala, sem síðan hefur skipzt í 100 smærri belgi.
Það er þó ekki fyrr en á 17. öld, sem Grýla sést með vissu
sérstaklega tengd jólunum. Er það í Grýlukvæði séra Guð-
mundar Erlendssonar á Felli i Sléttuhlíð (1595—1670). Hann
byrjar svo kvæðið:
Hér er komin Grýla
og gægist um hól.
Hún mun vilja hvíla
sig hér um öll jól.
Hún mun vilja hvíla sig,
því hér eru börn;
hún er grá um hálsinn
og hlakkar eins og örn.
Hún er grá um hálsinn
og hleypur ofan í fjós.
Hún vill ekki horfa í
það hátíða ljós.
Hún vill ekki heyra
þann hátíðasöng;
kvartar hún um ketleysi
og kveðst vera svöng.
(Ó. D. Þul. 111).
Frá svipuðum tíma mun vera Grýlukvæði séra Stefáns Ölafs-
sonar í Vallanesi, en hann tengir Grýlu þar líka jólunum að
því leyti, að hann telur hana móður jólasveinanna (St. Öl. Kv.
I 234). Síðan finnst fjöldi dæma um tengsl Grýlu við jólin,
þótt langt sé frá, að hún sé hættulaus endranær.
Grýla er afar mikilfengleg ásýndum, og er ekki ofsögum
sagt, að hún skyggi í útliti og athæfi á allar aðrar barnafælur,
svo og eiginmenn sína þrjá, og voru það þó engir aukvisar, Boli,
Gustur og Leppalúði. Henni er svo lýst í þjóðsögum Jóns Árna-
sonar, en sú lýsing er að mestu tekin eftir kvæði séra Guð-
mundar í Felli, að hún hafi
„ótal (300) hausa og þrenn augu i hverju höfði sem hún
taki börn með og stingi þau Leppalúði þeim i stóran poka