Skírnir - 01.01.1961, Page 118
116
Árni Björnsson
Skírnir
eða „gráan belg“; og enn segir þar að hún hafi kartnögl á
hverjum fingri, helblá augu í hnakkanum og horn sem geit,
eyrun lafi ofan á axlir og séu áföst við nefið að framan.
Hún var og skeggjuð um hökuna og fór skeggið ekki betur
en hnýtt garn á vef og hékk þar við bót eða flóki, en tenn-
urnar voru sem grjót ofnbrunnið.“ (J. Á. I 207).
Ekki er þetta þó tæmandi né einhlít lýsing á fegurð Grýlu. I
kvæði Stefáns í Vallanesi segir þannig, að hún sé vitaskuld
ófríð og illileg, hvert hinna þriggja höfða hennar sé eins stórt
og á miðaldra kú, augun séu sem eldsglóðir, kinnbeinin kolgrá
og kjafturinn eins og á tík. Hún hefur hátt hrútsnef, þrútið og
blátt og í átján hlykkjum. Hún á að hafa hart hárstrý, kolsvart
og kleprótt, sem nær ofan fyrir kjaft, en tvær skögultennur ná
ofan fyrir höku. Hin samvöxnu sex eyru ná ofan á læri og eru
sauðgrá, hökuskeggið er útbíað í mjólk, hendurnar kolsvartar
og stórar eins og kálfskrof. Ærið er hún rassbreið, með háa lær-
leggi, en ekki mundi hún þykja ökklamjór svanni né kálfarnir
neitt augnagaman.
Aðaliðja Grýlu er að afla fæðu í hinn óseðjandi maga sjálfrar
sín, barna sinna og bónda. Uppáhaldsmatur hennar var barna-
ket, einkum af óþægum börnum, en einnig þá hún fullvaxna
menn og raunar flest kjötmeti, sem að kjafti kom, en lítið var
henni gefið um fiskmeti, súpur eða grauta. Hún kemur einkum
fyrir jól á þá bæi, þar sem hún hefur heyrt börn hrína og ærsl-
ast og angra móður sína. Býðst hún til að losa móðurina við
þau, og segir kannski elskulega við þau tækifæri:
Lengi hef ég þó
lagkæn verið
að hugga og þagga
hrinu bömin.
(Ó. D. Þul. 126).
En væru börnin þæg og iðin við að læra, var þýðingarlaust
fyrir Grýlu að ætla að ná þeim:
En ef þau iðni stunda
og eru þekk og hlýðin,
fælist fúla Grýla,
fær hún aldrei góð börn.
(Ó. D. Þul. 148).