Skírnir - 01.01.1961, Side 121
Skírnir
Hjátrú á jólum
119
Gráni, Loki, Poki, Leppatuska, Loðinn, Lúpa, Lápur, Skrápur,
Stefnir, Taska, Stikill, Flaska, Kyllir, Höttur, Botni, Bokki,
Ausa, Askur, Ljótur, Skráma, Stampur, Stefna, Mösull, Mukka,
Hnyðja, Hnýfill, Bikkja, Jónar tveir og Þóra, Völustallur og
Bóla, Sigurður og Sóla, og Dúðadurtur, en af honum er til
kvæði (Ö. D. Þul. 164). Seinast átti Grýla tvíbura með Leppa-
lúða, Sighvat og Syrpu eða Surtlu, en þau dóu bæði. Auk þessa
er Grýlu kenndur einn hópur barna, en það eru jólasveinarnir.
Jólasveinar.
Þeirra finnst fyrst getið á bók í Grýlukvæði séra Stefáns
Ölafssonar í Vallanesi frá 17. öld. Telur hann Grýlu og Leppa-
lúða foreldra þeirra:
Börnin eiga þau bæði saman
brjósthörð og þrá,
af þeim eru jólasveinar,
böm þekkja þá.
(St. Öl. Kv. I 234).
Næst getur Jón Grunnvíkingur þeirra í orðabók sinni frá því
um 1740. Þá er þeirra getið í Húsagatilskipuninni, útgefinni á
Hólum 1746, og fer úr því að fjölga vitnisburðum um tilveru
þeirra, þótt ekki sé getið um ætterni. Jón Árnason segir það
sumra manna mál, að Grýla hafi átt þá, áður en hún giftist
Leppalúða, og hefur Jónas Jónasson heyrt, að faðir þeirra héti
Jjoðinbarði. En hann hefur einnig heyrt marga halda því fram,
að jólasveinarnir ættu ekkert skylt við Grýlu eða hennar hyski.
Þegar fyrst er getið um jólasveina, er ekkert tekið til um
fjölda þeirra, og óvíst er, hvenær tekið hefur verið að reyna
að henda reiður á tölunni. Það er ekki fyrr en 200 árum síðar,
hjá Jóni Árnasyni, sem reynt er að ákveða tölu þeirra, og kann-
ast hann þá við tvær skoðanir, að þeir séu þrettán eða níu.
Fyrri skoðunin er almennari, a. m. k. nú á dögum, enda kem-
ur hún heim við fjölda jóladaganna, og nöfn hefur Jón Árna-
son fengið á þeim þrettán hjá séra Páli Jónssyni á Myrká,
sem trúlega hefur lært þau í æsku sinni vestur í Dölum. Hin
skoðunin virðist hafa verið almenn í Skagafirði og víðar norð-