Skírnir - 01.01.1961, Síða 123
Skírnir
Hjátrú á jóhim
121
andi nöfnum eftir sveitum, eða séu fleiri en þrettán. Þessi
nöfn eru: Kertasleikir, Pönnusleikir, Pottaskefill, Hurðaskellir,
Moðbingur (líklega úr Eyjafirði), Hlöðustrangi, Móamangi,
Flórsleikir, Þvengjaleysir (úr Mývatnssveit), Pönnuskuggi,
Guttormur, Bandaleysir, Lampaskuggi, Klettaskora (Allra-
handa 19). Hér eru þá komin 27 nöfn á jólasveinum, en a. m. k.
4 þeirra, Kertasleikir, Pottaskefill, Bandaleysir og Pönnuskuggi
eru naumast annað en afbrigði annarra. Er þá komið skemmti-
lega nærri þeim fjölda, sem fæst, ef hinar umdeildu tölur, 9
og 13, eru lagðar saman. Verið gæti, að um væri að ræða tvo
hópa af jólasveinum. í öðrum hópnum væru þá 9, og líklegast,
að þeir ættu heima á Norður- og Austurlandi, en stærri hópur-
inn á Vestur- og Suðurlandi. Talsverður munur er á nöfnum
mathákanna annars vegar og nöfnum eins og Moðbingur,
Hlöðustrangi, Móamangi, Klettaskora, hins vegar. Ef reyna
ætti að skipta þeim í tvo hópa, yrði að hafa hliðsjón af þessu,
en það mun ekki gert hér, þótt þetta sé vissulega rannsóknar-
efni.
Um útlit jólasveinanna fer fleirum en tvennum sögum. Elzta
heimildin, Grýlukvæði Stefáns Ólafssonar, segir, að þeir séu
„jötnar á hæð“. En þeir eru vitaskuld þróun háðir, eins og allt
annað í veröldinni. Jón Árnason lýsir þeim ekki, en Jónas
Jónasson segir þá sögu frá Austurlandi, að „þeir séu að vísu í
mannsmynd, nema þeir séu klofnir upp í háls“. Fæturnir séu
kringlóttir. Aðrir hafa sagt, að þeir væru klofstuttir, en búk-
langir, og enn aðrir, að þeir væru tómur búkur niðrúr. öllum
ber um þetta leyti saman um, að þeir séu stórir, ljótir og lura-
legir, hversu svo sem þeir eru vaxnir. Þeir eru í röndóttum
fötum með stóra, gráa húfu á höfði og hafa með sér gráan
poka. önnur sögn segir þá hafa með sér stóra kistu til að láta
í óþæg börn og guðlausa menn, og er „illt að komast í kistu
jólasveina", sbr. söguna af Steini á Þrúðvangi (J. Á. I 121).
Um og eftir aldamót síðustu munu menn almennt hafa ímynd-
að sér þá í mannsmynd, þótt ekki væru þeir smáfríðir í andliti,
og klædda í gömul íslenzk bændaföt, líkt og þeir eru sýndir í
bók Jóhannesar úr Kötlum: „Jólin koma“. En þá er líka farið
að telja þá klædda í rauða skyrtu, grænar buxur, bláa sokka og