Skírnir - 01.01.1961, Side 124
122
Árni Björnsson
Skírnir
gula skó, með rauðröndótta skotthúfu, eða í rauðar buxur, hvíta
kápu, bláa treyju og skotthúfu, og með skegg niður á tær (Lbs.
3202 4to). Eru þeir þá teknir að líkjast frænda sinum, hinum
evrópska heilaga Nikulási, en i hans gervi birtast þeir nú jafn-
an á jólatrésskemmtunum.
Athafnir jólasveinanna hafa verið mismunandi eftir aldar-
hætti. Þegar við rekumst fyrst á þá, eru þeir greinilega barna-
fælur. Stefán Ölafsson segir um þá í sambandi við foreldrin,
Grýlu og Leppalúða:
Af þeim eru jólasveinar
jötnar á hæð,
öll er þessi illskuþjóðin
ungbörnum skæð.
(St.Ol.Kv.I 235).
1 Húsagatilskipuninni 1746 er og lagt bann við því að hræða
börn með jólasveinum. Segir þar, að nú skuli „sá heimskulegi
vani, sem hér og þar skal hafa verið brúkanlegur í landinu, að
hræða börn með jólasveinum eða vofum, aldeilis vera afskaff-
aður.“ (8. gr.). Þessu hefur þó ekki verið hlýtt að bragði. Árið
1800 kemur út í Leirárgörðum „Sálarfræði ætluð námfúsum
unglingum“ eftir Joachim Heinrich Campe, þýzkan uppeldis-
fræðing, þýdd af séra Bjarna Amgrímssyni á Melum í Borgar-
firði, og að nokkru löguð „eftir háttsemi og ástandi lands og
siða hér“, eftir því sem þýðandi segir í formála (Campe X).
Bókin er að mestu í samtalsformi, þar sem faðir talar við börn
sín og kennir ýmsa vizku. Eitt kvöldið fræðir hann þau um
kvíðann og angistina, og fer þá m. a. fram eftirfarandi samtal:
„Fað: .. . hann hefir því kvíðans geðshræringu.
Matth: 0! Ég hef líka einatt mátt segja af þessari geðshrær-
ingu, þegar ég var ofur ungur, og til skamms tíma.
Fað: Hvörnig stóð á því?
Matth: Jú! Vinnufólkið var sífellt að masa fyrir mér um
hana Grýlu og jólasveinana og um — o! ég er sjálfur farinn
að gleyma, sem vel er, um hvað, og þegar ég átti þá að fara
eitthvað á kvöldin í myrkrinu, var ég ætíð svo kvíðafullur
og hræddur, að ég skalf og titraði.“ (Campe 132).