Skírnir - 01.01.1961, Page 125
Skírnir
Hjátrú á jólum
123
Bók þessi er því miður ekki til hér á þýzku, en þar sem þýð-
andi segist sníða þýðinguna fyrir Islendinga, verður að telja,
að fram eftir 18. öld hafi enn tíðkazt að nota jólasveina sem
barnafælur. Svipað kemur fram hjá Guðmundi Jónssyni pró-
fasti í „Sumargjöf handa börnurn", útgefinni í Leirárgörðum
1795 (G. J. Sum. 40). Hættan af jólasveinunum sést líka
glöggt í þulunni:
Jólasveinar einn og átta
ofan koma af fjöllunum.
1 fyrrakvöld þá fór ég að hátta,
þeir fundu hann Jón á Völlunum.
En Andrés stóð þar utan gátta,
þeir ætluðu að færa hann tröllunum.
En hann beiddist af þeim sátta,
óhýrustu köllunum,
og þá var hringt öllum jólabjöllunum.
Þegar líða tók á 19. öldina, hafa þeir eitthvað verið farnir að
mildast, en lengi voru þeir þó vísir til að taka börn, sem hrinu
mikið og voru óþæg, löt og keipótt, eða a. m. k. hrekkja þau.
Veit ég meira að segja um mann, sem fæddur er 1935 á Vest-
fjörðum, að honum þóttu jólasveinarnir í bernsku sinni viðsjár-
gripir. En annars höfðu þeir á siðari tímum það aðallega fyrir
stafni, sem felst í nöfnum þeirra, Ketkrókur hnuplaði kjötbit-
um, Pottasleikir laumaðist í skófirnar í pottinum o. s. frv. Svo
getur þeim öllum hætt við því að fara i jólamatinn, einkum
barnanna, og éta hann eða skemma. Annars lifa þeir mikið á
ljótum munnsöfnuði. Með tilkomu mikilla jólagjafa á síðustu
áratugum hafa jólasveinarnir í vaxandi mæli tekið að sér það
hlutverk, að færa börnum og fullorðnum jólagjafir. Munu þeir
einkum hafa lært þá iðju af frænda sinum, St. Claus hinum
ensk-ameríska, og hafa því ekki farið varhluta af menningar-
áhrifum úr þeirri átt fremur en aðrir á Islandi.
Almennt er talið, að jólasveinarnir eigi heima uppi á fjöll-
um. Kemur hinn fyrsti til byggða 13 dögum fyrir jól (eða 9
dögum fyrir jól, ef þeir eru aðeins 9) og síðan einn á dag, hinn
síðasti á aðfangadag. Hinn fyrsti fer svo burtu á jóladag, en hinn
síðasti á þrettándanum. Til er það líka, að þeir komi þrem