Skírnir - 01.01.1961, Síða 132
130
Einar Bjarnason
Skímir
Ég ætla ekki að gera manntöl og kirkjubækur að umtalsefni.
Menn hafa yfirleitt nokkuð ljósa hugmynd um gildi þeirra
sem heimilda.
Hins vegar ætla ég að minnast nokkuð á niðjatöl þau, sem
til eru í handritum í söfnum og jafnvel sum enn í einkaeign.
Það eru þau, sem haldið hafa á lofti nafni okkar sem ættfróðr-
ar þjóðar. Þessar heimildir eru allmiklar að vöxtum. Þau eru
mjög misjöfn að stærð og aldri og hingað og þangað að af
landinu. Um þau elztu er yfirleitt ekki kunnugt, hver þau
samdi, og einu orði sagt er þessi mikli heimildaforði með öllu
órannsakaður. Menn hafa ausið úr fróðleiksbrunni þessum, en
aðeins fáir, hinir færustu, kunnu að vara sig á flestum skekkj-
unum, sem þar voru, en eflaust ekki á nærri öllum. Ef íslenzk
ættfræði á að verða traust fræði, verður að fara fram gagnger
athugun á öllum þessum niðjatölum, og það er ekki áhlaupa-
verk. Þangað til er margt ótraust, sem í þau er sótt.
Ég skal gera nokkra grein fyrir þessum heimildaflokki, en
ég tek það fram, að það, sem ég segi, er byggt á hugmyndum
mínum eftir að hafa gluggað í þau meira eða minna á alllöng-
um tíma, en ekki á neinni kerfisbundinni athugun. Þó hygg ég,
að niðurstaða mín sé nærri sanni.
Hin stærstu og þekktustu niðjatöl, sem safnað er til og skráð
eru á fyrra hluta 19. aldar, bera þess ljós merki, að þau eru að
miklu leyti eftirrit af eldri niðjatölum, og eru þau á mörgum
stöðum nær samhljóða á köflum, og sýnir það, að þau hafa
stundum haft sömu heimildina til að fara eftir. Sumar þess-
ara heimilda eru frumskráð niðjatöl samin á 17., 18. og 19.
öld, sumar eru niðjatalasöfn, sem enn eru til orðin á svipaðan
hátt sem þau fyrsttöldu. Þetta má ráða af ýmsu, m. a. því hve
langt niðjatalið er rakið niður.
Svo virðist sem seint á 16. öld hafi menn farið að skrá niðja-
töl, en það hafi ekki verið gert að neinu ráði á næstu öldum
á undan. Niðjatöl þessi virðast flest munu hafa verið ágrips-
kennd fyrst í stað og ekki tæmandi. Sem dæmi þeirra má hugsa
sér niðjatalsbrot frá Lofti ríka Guttormssyni, sem prentað er
neðanmáls á bls. 336 í I. bindi Sýslumannaævanna. I því niðja-
tali eru raktir nokkrir af niðjum Þorvarðar og Eiríks sona Lofts