Skírnir - 01.01.1961, Page 133
Skirnir
Um íslenzka ættfræði
131
í 3. og 4. lið. Það er ljóst, að niðjatalságripið er samið í þvi
skyni að sýna frændsemi Péturs sonar Odds lögmanns Gott-
skálkssonar við nokkra nafnkenndustu niðja Lofts ríka, með
því að skýrt er greinilega frá fæðingardegi Péturs, konu hans
og börnum og afdrifum hans, en Pétur varð ekki gamall mað-
ur og bar lítið á honum.
Ég get ekki stillt mig mn að geta þess, þótt það sé útúrdúr,
að af þessu stutta niðjatali má fá örugga vitneskju um það,
sem annars hefði verið talið vafamál, að móðir Odds lögmanns
Gottskálkssonar og Guðrúnar systur hans, heitkonu Gizurar
biskups Einarssonar, var Guðrún laundóttir Eiríks bónda á
Grund Loftssonar, og má þá með ólíkindum telja, ef a. m. k.
Guðrún Gottskálksdóttir er ekki fædd nokkru eftir, að Gott-
skálk faðir hennar er orðinn biskup. Annars hefði hún verið
orðin um fertugt, er hún trúlofaðist Gizuri, og kemur slíkt
varla til greina. Hún er þá eina barnið, sem með nokkurn veg-
inn vísu má telja, að kaþólskur biskup á Islandi hafi eignazt í
biskupstíð sinni, að undantekinni Jóru Klængsdóttur.
Brátt hafa niðjatölin orðið fyllri, og prjónað hefur stöðugt
verið neðan við þau. Þau voru eftirrituð hvað eftir annað, og
bætt var við þau og inn i þau, eftir því sem hverjum var kunn-
ugt um. Fyrir 1700 eru þegar til niðjatalsbækur svo sem þær,
sem nú eru varðveittar í Árnasafni nr. 254 og 255 folio. Rúmri
öld siðar eru skráð þrenn niðjatalasöfn, Jóns Espholíns sýslu-
manns, Ölafs Snókdalíns verzlunarstjóra og Steingrims biskups
Jónssonar, sem öll hafa haft að heimildum fjölda niðjatala, sem
rituð hafa verið á 17. og 18. öld, auðvitað án þess að gætt hafi
verið nokkurrar gagnrýni að ráði í notkun þeirra.
Fyrrnefnd handrit, nr. 254 og 255 folio i Árnasafni, sem
prentuð eru í II. bindi af Biskupasögum Bókmenntafélagsins,
hafa á þeim tima, sem þau voru prentuð, verið talin meðal
hins elzta og frumlegasta af niðjatölum okkar. Rit, sem hafa
verið samrit þeirra að miklu leyti, hafa veiið til hér á landi,
þegar fyrrnefnd niðjatöl Espholíns, Snókdalíns og Steingríms
biskups voru gerð, en varla mun nokkurt þeirra rita enn vera
varðveitt hér. Hins vegar hafa hin nefndu 2 handrit geymzt i
Árnasafni síðan í byrjun 18. aldar og raunar einnig annað safn,