Skírnir - 01.01.1961, Síða 136
134
Einar Bjarnason
Skímir
ályktanir styrkjast af þrennu, sem nú skal talið: Margrét á
Gnúpi gefur á banabeði sínu bænhúsinu á Reykjum í Flóka-
dal hálfan rekann fyrir Móskógum, en Móskógar voru ein
þeirra jarða, sem féllu Valgerði Vilhjálmsdóttur í arf eftir
Margréti þá, sem bréfið frá 25. desember 1416 nefnir, og ligg-
ur næst að ætla, að rekaítak þetta hafi fylgt jörðinni, þangað
til Margrét gaf það bænhúsinu, en Reykir í Flókadal voru
einnig ein þeirra jarða, sem Valgerður Vilhjálmsdóttir erfði, og
sýnir þessi ræktarsemi tengsl Margrétar á Gnúpi við eigend-
ur Reykja.
Enn er til í frumriti bréf dagsett 30. ágúst 1417 á Höfða á
Höfðaströnd. 1 því votta þeir Jón Ketilsson og Stúfur Halldórs-
son, að þeir hafi séð og heyrt, „að þau tóku höndum saman Jón
af einni hálfu Þorvaldsson vasa og Halldóra Rroddadóttir og
Rrandur Brandsson og Ingimundur Sighvatsson, að þau seldu
jörðina á Laugalandi í Fljótum, er liggur í Barðskirkjusókn,
fyrrnefndum Jóni etc.1'.1)
Orðalagið „Jón af einni hálfu Þorvaldsson vasa“ þýðir Jón
sonur Þorvalds nokkurs, sem borið hefur viðurnefnið „vasi“.
Ekkert segir um það í bréfinu, hvenær kaup þessi voru gerð,
en þau hljóta að hafa gerzt nokkru fyrir 30. nóvember 1401,
ef það er hin sama Margrét Þorvaldsdóttir, sem bæði bréfin
nefna, með því að þá á hún jörðina, og óhætt mun vera að
fullyrða, að jörðin hefur ekki runnið svo kaupum og sölum,
frá því að Valgerður Vilhjálmsdóttir fær hana afhenta í arf
um 25. desember 1416 til 30. ágúst 1417, að hún hafi verið
tvíseld á þeim tíma og þrír hafi verið eignarheimildarmenn að
henni í einu einhvern tíma á því tímabili.
Vitnisburður Jóns og Stúfs hefur því verið gefinn 1417 um
kaup, sem gerð voru fyrir svartadauða, til þess að styrkja eign-
arheimild erfingja Margrétar Þorvaldsdóttur fyrir jörðinni, og
virðist annar votturinn vera hinn sami sem fyrir bréfinu frá
30. ágúst 1417, en nöfn hinna vottanna benda ótvírætt til
frændsemi.
Jón sá Þorvaldsson, sem Laugaland hafði keypt á sínum
!) D.I. IV, bls. 259.