Skírnir - 01.01.1961, Page 139
Skírnir
Um íslenzka ættfræði
137
Svein móðurbróður sinn. Margrét hefur því verið í erfðinni
þar á milli, fjórðu erfð, eftir séra Svein, en í henni voru föður-
systur skilgetnar samfeðra, bróðurdætur skilgetnar af sam-
feddum bræðrum komnar og systir sammædd skilgetin. Sam-
mædd voru þau ekki séra Sveinn og Margrét. Móðir Margrét-
ar var nefnilega á lífi, þegar Margrét dó, og ef hún hefði verið
hin sama sem Rannveig móðir séra Sveins, hefði sú móðir
þeirra staðið nær arfi en Margrét, ef hún hefði verið skilfengin,
svo sem við má búast, að hún hafi verið. Bróðurdóttir séra
Sveins Magnússonar, af samfeddum, þ. e. samfeðra bróður
komin, var Margrét ekki, með því að faðir hennar var Þor-
valdur vasi ögmundsson, eins og áður er sagt, en föðursystir
séra Sveins, skilgetin, hefur hún einmitt verið, og hefur þá
faðir séra Sveins og Þóru, séra Halls og séra Magnúsar, sem
nefndir eru í úrskurði Rafns lögmanns, verið Magnús sonur
Þorvalds vasa ögmundssonar.
Hér hefur nú verið leiddur fram úr fylgsnum fyrri alda
Magnús Þorvaldsson, og væri nú stoð í því, að maður með þvi
nafni fyndist í skjölum á eðlilegum stað og tíma, en svo fá eru
þau nöfn þó frá þessum timum, sem nefnd eru í skjölum, sem
varðveitzt hafa, að jafnvel þótt um fyrirferðarmikinn stórbónda
væri að ræða, væri allsendis óvíst, að nafn hans hefði varðveitzt
meðal hinna fáu. Það er þó svo, að Magnúsar Þorvaldssonar er
einmitt getið á eðlilegum stöðum og tímum í þrennum heimild-
um. Maður með því nafni er ásamt 3 prestum og 2 öðrum leik-
mönnum vottur á Seltóftum fyrir Öxlum 11. september 1369.1)
4. júní 1377 er Magnús Þorvaldsson ásamt fleirum mönnum
vottur að jarðakaupum á Reykjum í Tungusveit, og 1. janúar
1387 er hann vottur að jarðakaupum, sem fram fóru á Urð-
um í Svarfaðardal.2) Það er ekkert líklegra en hér sé alls staðar
um sama manninn að ræða: Magnús son Þorvalds vasa, bróður
Margrétar, föður séra Sveins. Séra Sveinn Magnússon er kunn-
ur úr skjölum. Hann var ráðsmaður á Möðruvallaklaustri í
Hörgárdal og er fyrst getið þar 19. nóvember 1393. Séra Sveins
!) D.I. III, bls. 253.
2) D.I.III, bls. 317—319 og 395—396.