Skírnir - 01.01.1961, Side 141
Skírnir
Um íslenzka ættfræði
139
því, að Þorvaldur hafi verið eigandi eða umráðamaður Bakka,
svo sem fyrr er sagt.1) Þorvaldur Ögmundsson er vottur í Forn-
haga í Hörgárdal 14. febrúar 1387, og 8. janúar 1388 er hann
vottur á Hólum í Hjaltadal. Enn er hann vottur á Barði í Fljót-
um 5. júlí 1395.2) Hér er hans síðast getið á lífi í skjölum, sem
nú þekkjast, og ætti hann þá að hafa verið um áttrætt eftir
aldri þeim, sem á hefur verið gizkað. Það skýtur nokkuð
skökku við, að Þorvalds vasa ögmundssonar sé einungis getið
í skjölum á árabilinu 1382—1395, en sonar hans, Magnúsar,
á árabilinu 1369—1387. Af þessu má þó enga þá ályktun draga,
að ólíklegt sé, að Magnús þessi hafi verið sonur Þorvalds vasa,
með því að skjöl þau frá 14. öld, sem varðveitzt hafa, eru svo
sárafá, og tilviljun ein hefur ráðið því, hver geymzt hafa.
Hér hefur verið getið fólks, sem mjög hefur borið á á Norður-
landi á 14. öld, en horfið er næstum í gleymsku vegna þess, að
fátt er um kunna niðja þess. Þó má rekja nokkuð niðja Val-
gerðar Vilhjálmsdóttur og Finns Gamlasonar. Sona Finns, og
væntanlega einnig Valgerðar, Þorvalds og Teits Finnssona, er
getið um miðja 15. öld, og Vilhjálmur Finnsson, sem getið er
í Noregi og hér á landi um sama leyti, er væntanlega einnig
sonur þeirra. Enn er e. t. v. einnig sonur þeirra Böðvar lög-
réttumaður í Hegranesþingi Finnsson, sem síðar verður getið,
en hvergi er að finna heimildir, sem skera úr um það. Af
skjölum verður glöggt ráðið, að Þorvaldur Finnsson Gamlason-
ar hefur átt konu af kunnri ætt, dóttur Eyjólfs á Urðum Arn-
finnssonar hirðstjóra Þorsteinssonar. Smám saman máist út í
sögunni það, sem ráða má af um niðja þessa fólks, og hið síð-
asta, sem menn þekkja, er það, að ögmundur biskup tekur að
sér erfðamál sonardótturbarna Þorvalds Finnssonar, sem þá eru
komin suður i Flóa, en telja til arfs eftir Finn Þorvaldsson, afa
sinn, sem átt hafði 80 hundraða í jörðum, þ. á. m. Hreiðars-
staði í Svarfaðardal, og lausafé.
1 bréfabókum Guðbrands biskups Þorlákssonar er prentuð
neðanmáls á bls. 414 ættartala tekin eftir lausum snepli með
hendi Árna Magnússonar skjalavarðar. Svo virðist sem Árni
!) D.I. III, bls. 518.
2) D.I. III, bls. 396—397, 419—421 og 601—602.