Skírnir - 01.01.1961, Síða 143
Skírnir
Um íslenzka ættfræði
141
inn vera sonur Halldórs Arngeirssonar, að sjálfsögðu þess Hall-
dórs bónda Arngeirssonar, sem 8. maí 1393 keypti Marbæli í
Skagafirði og 5. júlí 1395 Brekkur í Skagafirði fyrir Bakka og
Læk í Viðvíkursveit.1) Hin síðarnefndu kaup voru gerð á Barði
í Fljótum, en hin fyrri á Óslandi. Faðir Halldórs hefur verið
Arngeir Skúfsson, sem sjá má, að átt hefur Læk í Viðvíkur-
sveit 1353.2)
Ragna Rafnsdóttir virðist hafa verið allmiklu yngri en Brand-
ur, ef ráðið er af aldri barna þeirra eftir líkum. Ýmislegt bend-
ir til þess, en einkum þó það, að það er fyrst árið 1464, að
synir Brands og Rögnu skipta eignum þeirra milli sín, og er
þó móðir þeirra að vísu þá á lífi.3) Ástæðan fyrir því, að eigna-
skipti þessi voru ekki gerð fyrr, er líklegust sú, að þá fyrst hafi
þeir allir verið orðnir fullveðja. Allt það, sem menn þekkja nú
til ákvörðunar aldri barna Brands og Rögnu, bendir til þess,
að þau elztu muni ekki vera fædd fyrr en um 1420. Ragna
hefur því að öllum líkindum verið fædd mjög nálægt 1400. 10.
júlí 1424 selja Brandur og Ragna, kona hans, jörðina Sólheima
í Sæmundarhlíð fyrir Ós og Pálmholt á Galmaströnd.4) Þess
er getið í annálum, að 1421 hafi Geir Árnason verið höggvinn
fyrir það, að hann veitti Brandi Halldórssyni áverka á Al-
þingi.5) Árið 1424 varð Brandur handtekinn af enskum kaup-
mönnum, sem hér fóru þá með ofbeldi, og varð hann að kaupa
sig lausan. Árið 1426 er hans getið sem kaupvotts á Brúarlandi
í Deildardal, og enn er hans getið í Skagafirði árin 1428, 1432
og 1433.6) 1 skjali, gerðu á Arnbjargarbrekku í Hörgárdal, dag-
settu 14. febrúar 1442, sem til er í eftirriti teknu af sködduðu
frumriti og því er e. t. v. ekki að öllu öruggt, segir, að Brandur
hafi á Möðruvöllum í Hörgárdal 1. nóvember 1441, með sam-
þykki Rögnu konu sinnar, selt jarðirnar Ós í Hörgárdal og
Yztuvík í Laufássókn.7) Ekki er Brands framar getið á lífi í
!) D.I. III, bls. 488—489 og 601—602.
2) D.I. III, bls. 73—75.
3) D.I. V, bls. 422-423.
4) D.I. IV, bls. 315—316.
5) Ann. G. Storm, bls. 293.
6) D.I. IV, bls. 329, 338 o. v., sjá reg.
7) D.I. XII, bls. 40—41.