Skírnir - 01.01.1961, Page 144
142
Einar Bjarnason
Skírnir
skjölum. Dánarár hans er ekki kunnugt. Synir hans, Halldór,
Rafn og Snjólfur, gera eignaskipti með sér 10. júlí 1464. Brand-
ur er dáinn, að því er virðist fyrir alllöngu, með því að Rafn,
sonur hans, lofar í skiptabréfinu að svara porcio kirkjunnar
á Barði i þau ár, er hann sjálfur hélt jörðina, og eru þau ár
ótilgreind, en kirkjugóz, sem féllu, meðan Brandur bóndi hélt
jörðina, þar til er hann dó, bundu þeir bræðumir sig allir til
að svara að réttu erfðatali við systur sínar. Af máldaga Barðs-
kirkju verður ekkert ráðið um ábúðartíma Brands á Barði.1)
Þar er þess getið, að árið 1471 reiknist porcio í 53 ár, síðan
Brandur bóndi Halldórsson fékk jörðina, og kemur sá tími heim
við það, sem fyrr segir, að Brandur keypti kaupahlutann 1417,
en ekkert getur máldaginn um það, að Rafn Brandsson hafi
haldið jörðina, svo sem segir í jarðaskiptabréfi bræðranna, að
hann hafi gert. 1 ritum sínum um Barðsmál segir Guðbrandur
biskup Þorláksson, er hann rekur sögu Barðs, að Brandur hafi
haldið Barð í 47 ár.2) Hvaðan biskup hefur þessa áratölu, er
ekki sagt, en röng er hún, með því að Brandur er dáinn a. m. k.
nokkrum árum fyrir 1464. Biskup segir, að Brandur hafi af-
hent Halldóri syni sínum Barð 1464. Halldór fékk að vísu Barð
á því ári, en faðir hans var þá dáinn. Af þessu sést, hve óglögga
vitneskju biskup hefur haft um ábúðina á Barði, og er auðséð,
að 47 ára hald Brands á Barði hefur hann reiknað út með því
að telja frá árinu 1417 til 1464. Fullyrðing Guðbrands biskups
um hald Brands á jörðinni Barði hefur því ekki við rök að
styðjast, og má ekki taka mark á henni. Hið næsta, sem með
vissu verður komizt dánarári Brands, er því það, að hann er
á lífi 1. nóvember 1441, en er dáinn a. m. k. nokkrum árum
fyrir 10. júní 1464.
14. júní 1483 gekk tylftardómur presta á Hólum í Hjaltadal
um ákæru Rafns Halldórssonar í umboði séra Sigurðar offi-
cialis Þorlákssonar til Böðvars Finnssonar um það, að Böðvar
hefði selt selland kirkjunnar á Barði, er Blákápusel hét, og hefði
haft við af reka kirkjunnar á Barði, hálfum Laugalandsreka, í
23 ár.3) Jafnvel þótt þetta 23 ára tímabil, sem Böðvar hafði
i) D.I. V, bls. 233. 2) Alþb. Isl. I, bls. 279.
3) D.I. VI, bls. 488—491.