Skírnir - 01.01.1961, Side 145
Skírnir
Um íslenzka ættfræði
143
rekann, væri nýliðið, er dómurinn gekk, félli það yfir hluta af
árabilinu 1441-—1464, en ekki er líklegt, að Böðvar hafi haft
þennan reka átölulaust, meðan Halldór Brandsson og Rafn son-
ur hans héldu jörðina á árabilinu 1464 til 1483. Því er senni-
legast, að Böðvar hafi einmitt haft rekann á mestum hluta ára-
bilsins 1441—1464, og vaknar þá spurning um það, hvaða að-
gang Böðvar hafi haft að Barðseignum, svo opinn, að hann jafn-
vel gat selt selland jarðarinnar. 26. maí 1486 býður Halldór
Brandsson upp þá peninga, sem honum beri að svara í porcio
fyrir Brand Halldórsson, föður sinn, meðan hann hélt Barð.
Hann býður fram jörðina Akra í Barðssókn, 3 hundruð í öðr-
um þarflegum peningum og eitt málnytukúgildi, sem Böðvar
Finnsson gaf undir Sigríði konu sína. Böðvar hefur því ein-
hvern tíma haft umráð yfir kúgildum Barðs.1)
Nú víkur sögunni til þess, að föstudaginn næstan fyrir Jóns-
messu Hólabiskups um vorið 1556 (þ. e. 17. apríl) nefndi Odd-
ur lögmaður Gottskálksson í dóm á Stóru-ökrum í Blönduhlíð
um framfæri barna Guðnýjar Jónsdóttur. Nokkur þeirra voru
dæmd á framfæri bræðranna séra Jóns og Tómasar Brands-
sona, sem skyldir voru ómaganum á þennan hátt: öðrumeg-
in Guðrún Brandsdóttir, Sigríður, dóttir hennar, og synir Sig-
ríðar, séra Jón og Tómas. Hinumegin Tómas Böðvarsson, Jón
Tómasson, Gróa Jónsdóttir, Guðný, dóttir hennar, móðir ómag-
anna.2) Það var almenn regla, að ættartölur í ómagadómum
voru taldar frá systkinum, og hafa þau því verið hálfsystkini
sammæðra Guðrún Brandsdóttir og Tómas Böðvarsson. Guð-
rún Brandsdóttir, móðurmóðir séra Jóns, sem fæddur var árið
1486 eða 1487, er að líkindum fædd einhvern tíma á árunum
1420—1440, en Sigríður dóttir hennar sennilega um eða
skömmu eftir 1460, með því að vitað er af aldri séra Jóns og
Brands Pálssonar föður hans, að séra Jón hefur verið meðal
elztu barna föður síns og þá líklega einnig móður sinnar. Nú
er ekki fjarri lagi að geta þess til, að séra Jón og Tómas, sem
taldir voru auðugir menn og báðir bjuggu í Fljótum, hafi verið
1) D.I. VI, bls. 572—573.
2) D.I. XIII, bls. 113—115.