Skírnir - 01.01.1961, Side 147
Skímir
Um islenzka ættfrœði
145
mægðir hafa orðið með afkvæmi þeirra, ef frændsemi hefur
ekki orðið þeim til fyrirstöðu. Tengdir urðu fljótlega með þeim,
er Helga Einarsdóttir, síðasta kona Magnúsar á Grund Jóns-
sonar, föður Þorsteins, giftist, að Magnúsi látninn, Halldóri
Brandssyni frá Barði, og sýna þær tengdir, að ekki hefur frænd-
semi í föðurætt Þorsteins hamlað mægðum við Brand. Þorsteinn
keypti jörðina Hvamm í Fljótum 26. janúar 1437.t) Eigna-
skiptabréf Barðsbræðra 1464 er skrifað í Hvammi í Fljótum
22. september 1465, og fyrstir leikmannavotta eru Þorsteinn
Magnússon og Árni Þorsteinsson.
1 Hvammi kvittar Árni bóndi Þorsteinsson fyrir hönd Hall-
steins bróður síns Pál Jónsson 24. júní 1485 um andvirði Mola-
staða í Fljótum.2) Árni og Hallsteinn voru synir Þorsteins
Magnússonar, og er eðlilegast að ætla, að Árni hafi búið í
Hvammi og hlotið hann í arf. Næst er Hvamms getið í skjölum
15. maí 1570, þegar Tómas Brandsson, sá sem fyrr getur og var
dóttursonur Guðrúnar Brandsdóttur, gengur þar í borgan fyrir
Hall skáld Magnússon, systurson sinn, um kúgildi, er Hallur
hafði til byggingar af Benedikt sýslum. Halldórssyni.3) Hvamm
eiga nokkru síðar, að Tómasi látnum, Magnús og Bjarni synir
hans. Hallgrímur lögréttumaður í Gröf á Höfðaströnd Guð-
mundsson segir í vitnisburði, dagsettum í marz 1667, að Tóm-
as Brandsson, afi sinn, hafi fyrir meir en 80 árum skipað
Gili í Fljótum selstöðu í Hvammslandi, en Hallgrímur átti
jörðina Gil.4) Tómas Brandsson hefur því átt Hvamm í Fljót-
um. Nú er ekki vitað, hvort Hvammur gekk að erfðum frá Þor-
steini Magnússyni eða Árna, syni hans, til Tómasar Brands-
sonar. Ef Árni hefur hlotið Hvamm og jörðin hefur síðan
gengið að erfðum til Tómasar Brandssonar, hefur Tómas verið
dóttursonur Árna. Ef svo hefur verið, hefur fyrri kona Árna
verið Guðrún Brandsdóttir, og ef hún var dóttir Brands Hall-
4) D.I. IV, bls. 564.
2) D.I. VI, bls. 541—542.
3) D.I. XV, bls. 405.
4) Þetta er tekið eftir lausum miða skrifuðum af Braga Sveinssyni, ætt-
fræðingi, en heimild er ekki tilgreind. Efnið ber það með sér, að vitneskjan
er ekki úr lausu lofti gripin.
10