Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 151
Skírnir
Um íslenzka ættfræði
149
Böðvar haldið þessi ítök í mörg ár, að því er virðist óátalið.
Þetta er sama árið, sem Rafn lögmaður Brandsson deyr, og er
e. t. v. næst að halda, að enginn hafi viljað hreyfa málinu,
meðan hann lifði. Svo virðist því sem Böðvar hafi notið vin-
fengis við Rögnu og börn hennar, og verður afskiptaleysi þeirra
af því, sem Böðvar hélt af Barðseignum, vel skýrt með eftir-
látssemi Rögnu við Böðvar og ræktarsemi barna hennar við
móður sína. Þegar svo Ragna er fallin frá og Rafn lögmaður
einnig, sonur hennar, sem mest kvað að af börnum hennar,
hefur sonarsonur hennar gert tilkall til þess, sem hann taldi
réttmæta eign sína og frænda sinna. Böðvar hefur orðið fyrir
fjárútlátum miklum við syni Halldórs Brandssonar, svo mikl-
um, að við borð hefur legið, að hann yrði að afhenda þeim
Dálksstaði, með því að 25. apríl 1481 lofar Ólafur Halldórsson
Brandssonar Magnúsi Þorkelssyni að selja honum Dálksstaði,
ef hann skyldi mega sækja þá jörð með lögum, en Magnús
lofaði Ólafi jörðinni Þverá í Svarfaðardal fyrir Dálksstaði.1)
Þetta eru sömu jarðirnar, sem Böðvar Finnsson og Magnús
Þorkelsson höfðu gert kaup mn 6 árum fyrr.
Böðvar Finnsson kemur fyrst við skjöl 22. júni 1468, og
er hann þá orðinn lögréttumaður úr Hegranesþingi.2) Síðast
er hans getið árið 1493.3) Hann kann, eins og að framan segir,
að hafa verið sonur Finns Gamlasonar og Valgerðar Vilhjálms-
dóttur, og er raunar enginn annar Finnur kunnur, sem líkleg-
ur er til að vera faðir hans. Hins vegar vantar heimildir fyrir
ættfærslunni.
F.kki kunna menn að rekja ættir frá Valgerði Vilhjálmsdótt-
ur til núlifandi manna.
Börn Brands Halldórssonar og Rögnu Rafnsdóttur voru a.
m. k. 4 synir: Bjarni, sem dó fremur ungur, Rafn lögmaður í
Rauðuskriðu, Halldór lögréttumaður á Barði og Snjólfur lög-
réttumaður á Óslandi. Frá öllum þessum bræðrmn nema
Bjarna má rekja ættir til núlifandi manna. Dætur áttu þau
Brandur og Ragna, ónafngreindar, en ein þeirra kann að hafa
1) D.I. VI, bls. 510—511.
2) D.I. V, bls. 521.
3) D.I. VII, bls. 166.