Skírnir - 01.01.1961, Side 154
152
Sven Meller Kristensen
Skirnir
skáldsagna og Petersen ljóðakveðskapar. Val þeirra allra
þriggja var val lífs og dauða. Nis Petersen varð óttanum að
bráð, Kaj Munk var myrtur fyrir sannfæringu sína, og til-
viljun ein forðaði Hans Kirk frá aldurtila í þýzkum fanga-
búðum.
Presturinn og leikritaskáldið Kaj Munk var tvímælalaust
svipmesti persónuleiki áranna milli stríða. Ekki er ósennilegt,
að það, sem á eftir að halda nafni hans á loft, verði ekki
ritverk hans eða leikrit, en öllu heldur sagan um óvenju-
legan mann og átakanleg örlög hans. Ævisaga hans er áhrifa-
mikill og hrífandi lestur. I lifanda lífi tilefni hneykslunar
og misskilnings meðal almennings, ögrandi og ruglandi, álit-
inn óskiljanlegt sambland af skrumara, spámanni, draumóra-
manni, oflátungi, stúdentsæringja á stöðugu kynþroskaskeiði,
pólitískum flautaþyrli, nazista og andnazista, maður stundar-
áhuga og tímablekkingar. Hinar fjölmörgu bækur og endur-
minningar um hann, sem ritaðar hafa verið að honum látn-
um, stuðla mjög að kynningu og skilningi á þessum manni,
sem var einstakur í sinni röð. Ógurlega fljótfær og bráður að
eðlisfari, háskalega þrjózkur í baráttu sinni við að sameina
hina heiðnu ást sína á lífinu og einbeitta Kriststrú, og hinar
ströngu kröfur til sjálfs sín um athafnir að baki orða, að leggja
líf sitt í hugsjónina, að taka hugsjónabaráttuna alvarlega.
Hann var maður, sem blés jafnt eldmóði í brjóst andstæðinga
sem aðdáenda með innri krafti sínum.
Hann stóð föstum fótum á erfðum danskrar rómantíkur,
vildi verða leikritaskáld jafnstórbrotinn og Oehlenschlager,
vakningafrömuður í kristilegum og þjóðernislegum anda á
borð við Grundtvig og gagnrýnandi í líkingu við Kierkegaard,
sameina síðan allt þetta á grundvelli hinnar andlegu og stjórn-
málalegu upplausnar áranna milli heimsstríðanna, með ólgu
þessa sama timabils í blóði sínu. Það er því ekki að furða,
þótt hann minnti á fjörmikinn fola í hafti.
Þegar á barnsaldri, nánar tiltekið þegar hann var átta ára,
var það efst í huga hans, að hann væri borinn til stórræða,
að nafn hans mundi gnæfa hátt í sögu Dana. Kaj Munk var
óvenju-gáfaður drengur, en veikbyggður. Hann var einka-