Skírnir - 01.01.1961, Síða 156
154
Sven Meller Kristensen
Skírnir
(Stjórnaraðgerðin), er samið 1920 og er stjórnmálalegs eðlis,
sennilega skrifað vegna áhrifa stjórnarkreppunnar í Dan-
mörku um páskana það ár. Völdum hins unga og duglitla
konungs í draumaríkinu Donlandi er ógnað af lýðræðissinn-
uðum ráðherrum hans, og ríkisráðsritarinn, hinn sterki mað-
ur, Willi Kuhn, brýzt til valda og leiðir þjóðina út í sigur-
sælt stríð, sem færir hinni fyrrum dáðlausu og lingerðu þjóð
hamingju, heiður og styrk. Og einræðisherrann segir: „Ríki
fær aðeins staðizt fyrir samstarf þriggja þátta: guðs náðar,
vilja eins manns og skyldurækni fjöldans“.
Árið 1924 tekur Kaj Munk skyndilega þá ákvörðun að taka
við brauði í Vedersosókn á vesturströnd Jótlands, þar sem
hann dvaldist til dauðadags. Nú komu mörg ár, vörðuð nýj-
um vandamálum og erfiðleikum í ókunnu umhverfi. Hann
var einmana og ókvæntur, enn þá í miðju stríði efasemdanna,
flöktandi á milli köllunarinnar sem prestur og skáld og hafði
orðið fyrir miklum vonbrigðum sem leikritahöfundur.
Fyrsta leikrit hans, sem nokkuð kvað að, var En Idealist
(Hugsjónamaður), sem að mestu var samið á fimm sólar-
hringum í próflestri 1923 og lokið 1924. Var það frumsýnt
1928 í Konunglega leikhúsinu, og gagnrýnendur tættu það
niður. Þar með lokuðust honum dyr leikhússins. Leikritin,
sem hann samdi hinn langa biðtíma, OrSiS, 1 briminu, Fugl-
inn Fönix og Ást, voru ekki sýnd á sviði fyrr en eftir 1930.
Tvö leikrit, er hann skrifaði árið 1929, HafiS og mennirnir
og Kardínálinn og konungurinn, hafa ekki verið flutt í leik-
húsi enn þá.
Aðalpersónan í En Idealist er Heródes kóngur, sá er réð
fyrir Gyðingum áratugina fyrir fæðingu Krists. Og segir
sagan, að hann hafi verið óvenju-aðsópsmikill, gáfaður og
yfirgangssamur maður. „Nokkrir þættir úr ævi konungs“ er
undirtitill leikritsins. Sá Heródes, sem Kaj Munk sýnir, lifir
fyrir aðeins eina hugsjón: sitt eigið vald, konungstign sína.
Hann vill deyja með kórónuna óflekkaða á höfði sér, og í
þessa hugsjón leggur hann allan viljastyrk sinn, hugarflug
og kænsku. Ekkert athæfi skelfir hann: glæpur, morð, svik-
ráð, fals, leikararskapur. Hann er að þvi leyti eins konar