Skírnir - 01.01.1961, Page 158
156
Sven Meller Kristensen
Skímir
Og ég get ekki faðmað og drepið hana — þá einu — nógu oft“.
Minningin um Mariamme verður hans banabiti. Síðasta
níðingsverk hans er skipunin um barnamorðin í Betlehem,
þar sem sagt er, að konungur Gyðinga sé fæddur. Þegar hann
horfir úr glugga sínum niður á torgið framan við kastalann,
sér hann í mannmergðinni unga konu með barn á handlegg
sér og kallar á hana upp til sín, af því að hún minnir hann
á Mariamme. Ef til vill til að drepa hana, en hann getur það
ekki. Fögur augu barnsins milda hann svo, að hann gefur því
veldissprota sinn að leika sér að og konungsskikkju sína í
kveðjuskyni. Konan, María, þakkar gjöfina, sem hæfir harn-
inu svo vel, því að „það er Messías, sonur Davíðs, konungur
Gyðinga“. Heródes fær vanmáttugt reiðikast, aleinn í kon-
ungssalnum, enginn heyrir orð hans né drepur barnið. Hann
er sigraður, öllu er fórnað árangurslaust, guð var sterkari:
Ég gaf honum skikkju mína, hann tók veldissprota
minn — og ég kyssti á hönd hans. — Hún sagði, að ég
væri góður, — góður og kærleiksríkur, vei mér — ég var
hans þegn — hann var á mínu valdi, og ég drap hann
ekki — því ég gat það ekki — ó hyldjúpa ógn, ég gat það
ekki — sjálft hjarta mitt hefur hyllt hann. — Hann er
mér meiri.
En Idealist er sjálfsagt stærsta og mesta leikrit Kaj Munks
með stórhrotnmn, skýrt dregnum persónum og geysiáhrifa-
mikilli atburðarás, óvæntum atvikum og leikbrellum. Málið
er safaríkt, þróttmikið og myndauðugt. Þrátt fyrir misbrest-
ina og allt of yfirgripsmikið efni er hugsunin og byggingin
skýr.
Söguþráðurinn er einfaldur í samanburði við önnur leikrit
Munks. Það er blátt áfram hin árangurslausa tilraun hins
stórbrotna, einmana, andríka og viljasterka til þess að afneita
og sigrast á guði sínum. Síðar hefur það líka staðizt raunina
á leiksviðinu og sannað gildi sitt. Sneypuförin 1928 var gagn-
rýnendum í Kaupmannahöfn að kenna, en þeir hafa sér það
þó til málsbóta, að leikritið var óhönduglega stytt og illa svið-
sett. En aðalorsökin var sjálfsagt sú, að hinn stórhrotni stíll,
óbilgjörn, hátíðleg og tilfinningaþrungin framsetning kom