Skírnir - 01.01.1961, Side 159
Skímir Kaj Munk 157
gagnrýnendum í opna skjöldu og efni leikritsins var þeim
mjög framandi.
Hvassasti gagnrýnandinn var Svend Borberg, sem árið
1919 hafði krafizt: algleymis, eldmóðs, stórfenglegra vitrana.
1 grein, sem Kaj Munk skrifar skömmu eftir hina hrapal-
legu frumraun sína, setur hann fram stefnuskrá sína um leik-
húsmál á þessa leið: „að færa hinum nýja tíma leikrit sin
og brenna þau inn í ung, móttækileg hjörtu. Tími hégómans
og fagurkeranna er á enda — við munum slá með kreppt-
um hnefum á alla hina sterku strengi hinnar margbreyti-
legu hörpu lífsins og hlusta hvað ákafast í hléinu“. Stríðið
og byltingarsinnarnir hafa bundið enda á smámunasemina
og friðsældina, hin nýja æska krefst viljastyrks og ástríðu-
ofsa, hins rauða blóðs, hins stórbrotna stíls, hins stríða lífs,
sem skapast af vilja guðs og er leiftrandi í andstæðum sínum.
1 briminu (sem samið er 1926 og frumsýnt 1937) er að
hugmynd hliðstæða Hugsjónamannsins, en að öðrum þræði
er það samtiðarleikrit í anda Ibsens. Dýrkun Kaj Munks á
hinum sterka skýrir aðdáun hans á Georg Brandes. Hann er
fyrirmyndin að hetju leiksins, Krater prófessor: Hinn ein-
mana hugsjónamaður, mannhatari og guðleysingi, sem berst
fyrir andagift og menningu, en ekki eigin völdum eins og
Heródes. Leikritið er skýring á goðsögninni um þá ófrjósemi
og það tóm, sem á að vera afleiðing af starfi Brandesar. Það
vex ekkert gott úr sporum Kraters prófessors. Dóttir hans,
Kolja, er orðinn verkfræðingur og hefur ekki áhuga á öðru
en verklegum framförum og tækni. Sonurinn, Ulrich, er nihil-
isti og siðlaus nautnaseggur. Herbert, sonur hans, ógæfusamur
efasinni, sem leitar tilgangs með því að stunda lækningar í
fátækrahverfi. Yngsti sonurinn, Jean Jacques, menntaskóla-
neminn, er eina von föðurins. Þegar hin unga og trúaða prests-
dóttir, María, kemur á heimilið til prófessorsins, verða allir
synirnir þrír ástfangnir af henni vegna einlægni hennar og
sálarjafnvægis.
Áður en henni er ljóst, að hún elskar Herbert, hefur hún
gefizt kvennabósanum Ulrich á vald, og þá er það, samkvæmt
skoðun Kaj Munks á siðgæði og giftingu, of seint að segja