Skírnir - 01.01.1961, Side 162
160
Sven Maller Kristensen
Skírnir
finnst hann ekki vera lengur nógu trúarsterkur, en barn —
sex ára gömul dóttir Inger — tekur í hönd hans full trúnaðar-
trausts og barnslegrar einlægni og segir: „Flýttu þér nú svo-
lítið, frændi.“ Og vegna fyrirbæna Jóhannesar rís hin dauða
upp úr kistunni.
Þetta fífldjarfa leikrit hefur Kaj Munk farizt vel úr hendi.
Þetta leikrit um hið óræða og dulræna er skapað af strangri
rökvísi og leikrænni samkvæmni, gróðursett á jörðu með lif-
andi og hversdagslegu fólki og víxláhrifum hins skoplega og
grafalvarlega. Það er í sjálfu sér listrænt kraftaverk. Það hef-
ur náð mestri hylli í leikhúsi af verkum Kaj Munks og öllu
fremur haft áhrif á sveitafólkið, bæði hvað umhverfið snertir
og vandamálið sjálft. I samanburði við OrSiS eru hin tvö síð-
ari sveitaleikritin mjög veigalítil, misheppnuð verk, en þau
lýsa á fróðlegan hátt viðhorfi skáldsins á fyrstu árum hans
í Vederso, efasemdum hans og afstöðu til kvenna. Bæði ger-
ast þau í sandhólum Vestur-Jótlands. I Ást (1926— sýnt
1935) er aðalpersónan Kargo, hinn trúlausi prestur, sem hef-
ur tekið við embætti sínu sem þægilegri atvinnu til þess að
geta helgað sig vísindastarfi, en trúarþörf sóknarbarnanna
hefur snortið hann og gert hann að fyrirmyndar sálusorgara.
Hin eiginlegu átök eru þó þau, að sr. Kargo stendur í leyni-
legu, andlegu ástarsambandi við gifta konu í sókninni. I
báðum tilfellunum eru svik hans rökstudd og varin með ást,
kærleika til mannanna og hinni miklu ást karls og konu,
sem er „eina raunverulega hamingja lífsins“ — eins og hann
segir sjálfur frá. Það eru fallegir og áhrifamiklir kaflar í
leiknum, en ólíkindi og öfgar lýta hann einkum í lokaatrið-
inu, þar sem presturinn vígir sig ástmey sinni um alla eilífð
— á banabeði hennar.
Hafið og mennirnir (1929, prentað í minningarútgáfunni
1948) er yfirgripsmikið og allt of flókið leikrit, sem fjallar
um deilur í sveit á Vestur-Jótlandi, baráttuna með og móti
nýjum brimbrjót, baráttu milli fjármálaeinvalda sveitarinnar,
ölmu Jensen, kaupmannsfrúar, og hins unga og þrjózka að-
stoðarprests Brynke, um átökin í hreppsnefndinni og hugar-
stríð sr. Brynkes um trú og kærleika. Hann og Gunnhildur,