Skírnir - 01.01.1961, Síða 163
Skírnir
Kaj Munk
161
dóttir ölmu Jensen, unnast hugástum, en þegar móðirin neit-
ar að veita samþykki sitt og stríðið milli hennar og prestsins
harðnar, gjörbreytist hann í beiskju sinni og verður stríðs-
maður, ofríkismaður, sem misbýður sjálfum sér með því að
bregðast ást sinni á Gunnhildi. Meðan hann tvístígur og ef-
ast, stendur Gunnhildur ótrauð á rétti ástarinnar. í loka-
atriðinu, sem að inntaki og öfgum minnir á endalok leikrits-
ins Ástar, brýzt stormflóðið gegnum sandhólana, skolar burt
mönnunum og missætti þeirra og sameinar Gunnhildi og sr.
Brynke í dauðanum og ástinni um alla eilífð. Hinar fjöl-
mörgu persónur leikritsins eru jafnsundurleitar og viðburðir
leiksins, með skopleg séreinkenni Jóta, mál þeirra og við-
brögð.
Frá þessu tímabili, þegar Kaj Munk er lítilsvirtur sem skáld,
er loks leikritið Frá aldahvörfum (1928, prentað í minningar-
útgáfunni 1948). Það er nánast leikrit til lestrar og fjallar
um upplausn heiðninnar í Rómaborg á öldinni fyrir fæð-
ingu Krists, aðalpersónan er heimspekingurinn Lucretius.
Umskiptin, viðurkenningin og hyllin hefst á skáldferli Kaj
Munks árið 1931 með leikritinu Cant — snilldarverki í stór-
brotnum, klassískum stíl í anda Shakespeares og Schillers.
Leikritið fjallar um Hinrik 8. Englakonung, hinn skæða og
kvensama, sem rekur drottninguna frá sér til þess að giftast
önnu Boleyn og lætur svo lifláta hana til þess að fá Jane
Seymour. Skapferli hans og gerðir stafa af innri tómleika,
sem hulinn er undir grimu uppgerðar guðhræðslu, sem ensk-
ir kalla „cant“ — hræsni. Andstæða þessa leikrits í flestu er
næsta verk hans, með efni úr Biblíunni, Hinir útvöldu (1933).
Andi þess er ofsafenginn og siðlaus, næstum upphafinn og
efnið mjög persónubundið og sérstætt. Það sýnir hinn út-
valda Davíð konung, sem verður freistingum holdsins að bráð,
syndinni, í liki hinnar ómótstæðilegu og ástríðufullu Batsebu.
En hann öðlast einmitt náð guðs og vex að þrótti við þetta
syndafall. Hið kynferðislega æði, er knýr margar af aðal-
persónunum, er hinn tryllti frumkraftur Jahves, örlög, frum-
hvöt lífsins. Guðleysingjarnir, Amnon og kynvillti ráðherr-
ann, Akitofel, hljóta að farast vegna fýsna sinna — en þeir,
11