Skírnir - 01.01.1961, Page 165
Skímir
Kaj Munk
163
Kaupmannahöfn undir sig. Síðan kemur síðasta hetjuleikrit
Kaj Munks 1936 og heitir Sigurinn. Þar segir frá Musso-
lini og ræningjaför hans til Abessiníu. Kaj Munk hafði áður
í blaðagrein lýst sig samþykkan þessu grimmúðlega stríði,
þótt hann viðurkenndi, að það væri rökstutt með valdagræðgi
og hjúpað áróðursvígorðum. En af leikritinu má ráða, að það
hefur verið honum beiskur biti. Hann neyðist til að yrkja
Mussolini upp og skapa fjölda allósennilegra atvika til þess
að geta varið hetju sína. ítalska kanslaranum, Alexei, er lýst
sem góðum fulltrúa hins menntaða einveldis, friðarsinna,
sem mest er í mun að fá fé í ríkisfjárhirzlurnar með því að
skattleggja eignir kirkjunnar. En hann er neyddur í stríð
vegna bragða og undirferlis kardínála nokkurs, sem nefndur
er Sozzis, og svika fjármálaráðherrans, sem er Gyðingur.
Enn fremur er hann neyddur til að beita miskunnarlausri
hörku í stríðinu af persónulegum ástæðum. Negrarnir hafa
tekið son hans höndum og limlest hann. Loks verður hann
að gjalda fyrir sigurinn með eigin manngildi, sem nú er að
engu orðið og ekkert eftir nema ótínd valdagræðgin. f áhrifa-
miklu lokaatriði sér hann fórnardýr sín — eins og Richelieu
í leikritinu Kardínálanum og konunginum —, en neitar að
verða við ósk konu sinnar, að afsala sér völdum. Hún drepur
hann þá og sjálfa sig á eftir. Orð páfans í lokin túlka lífs-
skoðun Kaj Munks til fullnustu.
Hann segir: „Sérhver viðleitni mannsins er mörkuð þræla-
marki syndarinnar, og þó er það heilagt að þrá; og ferðina
verður að fara, þótt allar götur jarðarinnar endi i öngstræti.“
Sem prestur hlaut Kaj Munk auðvitað að vera andvígur
stefnu nazista í málefnum kirkjunnar og þó einkum gyðinga-
ofsóknunum. En leikritaskáldið Kaj Munk leitaðist enn um
hríð við að verja Hitler og einræðishugmyndina sem slíka.
Niðurstaðan af þessum árekstrum í huga hans er hið inn-
blásna leikrit Han sidder ved smeltediglen (Hann situr við
deigluna), sem hann skrifaði á átta dögum í Berlín 1938.
Aðalpersónan er Mensch prófessor, hálærður, þýzkur forn-
leifafræðingur, sem lifir og hrærist í vísindagrein sinni og
gengur Hitler og gyðingahatrinu á hönd umhugsunarlaust