Skírnir - 01.01.1961, Page 166
164
Sven Meller Kristensen
Skímir
og án þess að hafa nokkurt vit á stjómmálum. Hann hefur
gert einstæða uppgötvun í sambandi við fomleifafund. Það
kemur í ljós, að leirkerabrot frá dögum Krists em með mynd-
um af frelsaranum sjálfum, óræk sönnun um gyðinglegan
uppruna hans. Þetta er hættuleg uppgötvun, því að nazistar
leitast við að sanna, að Kristur hafi verið „aríi“. Dom pró-
fessor, starfsbróðir Mensch, heldur því fram í riti sínu, að
hann hafi fundið rök fyrir þeirri staðhæfingu. Um líkt leyti
kemst Mensch í náin kynni við gyðingahatrið. Bókavörður
af gyðingaættum er handtekinn og vísað úr landi með skömm
vegna uppruna sins. Mensch er viðstaddur geysiáhrifamik-
inn atburð, leiftrandi orðasennu milli Dorns og Bengels bisk-
ups. Dorn ver gyðingahatrið af miklum móði, en Bengel,
sem er dálítið galgopalegur, en hvergi smeykur, fer hörðum
orðum um þessa óhæfu og lætur ógnanir ekki skelfa sig.
Hann er alls óhræddur, þótt ekkert bíði hans annað en
fangabúðir. Tvennt er það, sem skapar mest átök í huga
Mensch. Hann er ástfanginn af ritara sínum, ungfrú Schmith,
og biður hennar. Hún segir honum þá, að hún sé Gyðingur
og heiti Sara Leví réttu nafni og hafi fyrmm /erið leikkona.
Hins vegar er það, að Dorn prófessor kemur til þess að til-
kynna Mensch, að hann hafi hlotið vísindaverðlaun Stór-
Þýzkalands fyrir fornleifafundinn. En þegar Dom kemst að
raun um, hvað Kristsmyndirnar sýna og sanna um uppruna
frelsarans, og skilur, hvaða þýðingu það hefur, fær hann
Mensch með bænum og hótunum til þess að halda því leyndu,
vegna föðurlandsins. Mensch, sem alltaf hefur sett vísinda-
leg sannindi ofar öllu öðru, þykja þetta harðir kostir. Þeir
komast þó að málamiðlun. Síðasti þáttur fer fram í hátíða-
sal Ríkisháskólans, þar sem foringinn sjálfur á að afhenda
Mensch verðlaunin. Hann spyr Hitler, hvort beri að meta
meira föðurlandið eða sannleikann, og þegar Hitler svarar,
föðurlandið, fleygir Mensch leirkerabrotunum með Krists-
myndinni í gólfið. Enn þá einu sinni er Kristur festur á
krossinn, og enn þá einu sinni rís hann upp í hjarta Mensch
prófessors: „Þá hef ég fært þjóð minni fómina, en mér er
samt ekki öllum lokið. Það, sem ég braut á steingólfinu, ólgar