Skírnir - 01.01.1961, Síða 167
Skímir
Kaj Munk
165
nú í hjarta mínu. Mannkyninu á ég enn ógoldna skuld.“
Hann heldur áfram og segir það ætlun sína að ganga að eiga
ritara sinn, Gyðingastúlkuna Söru Leví: „Þú skalt fæða mér
son í ellinni, Sara. Hann skal verða sannur Þjóðverji og
drengur góður.“
Foringinn hefur gengið út úr hátíðasalnum, áheyrendur
eru skelfingu lostnir, og Dorn gefur Mensch prófessor tólf
tíma frest til að fara úr landi. Heiti leikritsins er tilvitnun í
sálm eftir Ingemann, Hinn mikli meistari kemur, um guð,
sem situr við deigluna, hjörtu mannanna, og skírir silfrið,
þar til það verður svo tært, að hann sér ásjónu sína spegl-
ast í því. Þannig gengur Mensch prófessor, skírður, forklár-
aður og sterkur frá þessum áhrifamiklu atburðum með Krist-
myndina, með Krist sjálfan lifandi í brjósti sér. Hann er
breyskur maður, sem vex að styrk, en lausn hans á vandan-
um er mótuð af hverflyndi eins og afstaða skáldsins sjálfs.
Hann fordæmir gyðingahatrið, en viðurkennir einræðið. Hann
fómar sannleikanum, en hefur mannúðina til vegs.
Árið 1938 gaf Munk út úrval greina, sögubrota og kvæða
og nefndi það Himmel og jord (Himinn og jörð). Þar er að
finna greinar um stjórnmál og trúmál, listdóma, náttúrulýs-
ingar og ferðasögur. Einna girnilegust til fróðleiks er grein
hans um höfuðskoðanir hans, sem hann skrifaði eftir frum-
sýninguna á En Idealist. Hann er frábær blaðamaður, tungu-
tak hans bráðhressilegt og alþýðlegt. Kvæði hans virðast aftur
á móti allhandahófsleg og litt unnin vel flest. Bundið mál átti
ekki við hið eirðarlausa skaplyndi hans. Ástæða er þó til að
geta kvæðakversins Tempelvers (1939), sem er djarfmann-
legt lof um konuna, móðurina, eiginkonuna og ástmeyjuna.
Nokkur önnur rit hans komu út á þessu tímabili, er hlé varð
á útkomu hinna meiri háttar leikrita, en að bókmenntalegu
gildi eru þau rýr. Oxford-snapshots (Svipmyndir frá Oxford)
1936, nokkrir samtalsþættir skrifaðir í anda Oxfordhreyfing-
arinnar, sem þá var mjög á döfinni. Puslespil (Dægradvöl)
kom út árið 1939, heil runa af gatslitnum gamanþáttum,
skrifuðum fyrir Carl Alstrup. Leikritinu Diktatorinden frá
1938 svipar að efni mjög til fyrri leikrita hans, en stíllinn er