Skírnir - 01.01.1961, Side 169
Skírnir
Kaj Munk
167
á að vera kyrr hjá manni sínum og samtímis að vera trú ást
sinni á Grundtvig (sbr. leikritið Ást, þar sem Inga getur
þrátt fyrir hjónaband sitt lifað í ást á sr. Kargo).
Hvergi kemur lífsskoðun Kaj Munks greinilegar fram og
meira ögrandi en í Egelykke. Hann tignar lífið framar öllu
öðru eins og aðrir rithöfundar á árunum milli styrjaldanna.
Hann unni lífinu í stóru og smáu, illu og góðu, hetjunni og
ofríkismanninum engu síður en józku sveitastúlkunni og sendi-
sveininum í Kaupmannahöfn. Hann lofaði konuna og ástina
hástöfum með sterkum og djörfum orðum. En þessa lífshrifn-
ingu ætlaði hann að beygja undir ok guðfræði sinnar, trúar
sinnar á guð og hina guðdómlegu köllun. Það er þessi tví-
hyggja, sem er afl þeirra miklu átaka í leikritunum, hinna
sífelldu geðshræringa og geysilegu árekstra. Hún leiðir einn-
ig til lausna, sem eru í andstöðu við lífið sjálft og hljóta að
koma illa við marga. Stundum hefur þessi tvískinnungur
einnig í för með sér svo flókinn söguþráð, að skáldið á fullt
í fangi með að gera honum skil á einu leikhúskvöldi, og jafn-
erfitt eiga áheyrendur með að vita, hvert hann er að fara.
Það er varla ofsagt að fullyrða, að það séu öllu fremur
leikhrögð hans en boðskapur, sem hrífa áheyrendur. Hið ólg-
andi líf á sviðinu, persónur af holdi og hlóði, hin óvæntu
atvik, leikbrellurnar, hin skarplegu eða hástemmdu tilsvör,
hin snöggu skipti milli hátíðleika og skops, fyndnin og frekj-
an, já meira að segja smekkleysurnar líka — fyrir allt þetta
öðlast hann hylli almennings. Hann var afar óvenjulegt leik-
ritaskáld. En hugmyndaheimur hans hefur flestum verið
ýmist framandi eða fjarstæður vegna þess, hve hann mark-
aðist af sterkum persónulegum, flóknum og afturhaldssöm-
um skoðunum.
I aprílmánuði 1940 hófst lokaþátturinn á rithöfundarferli
Kaj Munks: Ræður og rit og kvæði gegn þýzka hernáminu.
Nú var lokið hrifningu hans á erlendum einræðisherrum.
Þó herti hann sig upp í það í nokkrum hættulegum og al-
ræmdum ræðum að ögra lýðræðinu og óska þess, að þjóðin
ætti sterkan mann. 1 kvæðasafninu Sværg det, drenge (Stígið
á stokk, piltar) frá 1941, lýsir hann vonhrigðum sínum vegna