Skírnir - 01.01.1961, Síða 171
Skírnir
Kaj Munk
169
Nú er æskuhetja Munks orðin að nautheimskum gortara,
táknmynd Hitlers. En Fabius á að tákna hugrekki og þraut-
seigju Englendinga og enskt lýðræði. Kaj Munk er nú horf-
inn svo langt frá fyrri skoðunum sínum, að hann lætur Fa-
bius segja:
Þér finnst ég vera gamall beinasni. Og það er rétt, ég
er það vafalaust. Það sama segja þeir um mig í Róm.
Það er einmitt þetta, sem vekur traust á mér. Þú ert
snillingur, Hannibal; það erum við allir á einu máli um,
og við þökkum Júpíter fyrir, að þú ert ekki borinn Róm-
verji. Hrapallegustu örlög, sem dunið geta yfir nokkra
þjóð, eru að eignast snilling. Snillingurinn er haldinn
þeirri meinloku, að hann geti komið okkur fábjánunum
fyrir kattarnef. En það er honum ofraun. Þess vegna er
hann glataður.
Kaj Munk gaf út margt fleira á þessum árum, bæði lög-
lega og leynilega. Árið 1942 komu út endurminningar hans,
Foráret sá sagte kommer (Það vorar), ljós og lifandi mynd
af manninum Kaj Munk. Á sama ári birtist safn áður óprent-
að Med sol og megen glœde, kvæði frá bernsku- og mennta-
skólaárum, skólastílar, tilraunir í leikritasmíð, visur, predik-
anir og blaðagreinar. Frá 1942 eru kvæðin Det unge Nord
(Ungu löndin á norðurslóð), og 1943 koma út kvæðasafnið
Den skœbne ej til os (Hendi oss ei þau örlög) og leyniútgáfan
Siðustu Ijöðin. Þá er að geta Sögu Danmerkur og Sagna um
Jesúm fyrir börn í bundnu máli og óbundnu. Ritskoðunin skar
Kaj Munk æ þrengri stakk — síðasta virki hans var predik-
unarstóllinn. Við Viðarvatn og í kirkjum Kaupmannahafnar
ómuðu orð hans kröftug og kynngi mögnuð gegn Þjóðverj-
um, þar reisti hann þeim níðstöng, sem þægir gengu erinda
þýðverskra.
Hann var ekki síðri kennimaður en skáld og leikritahöf-
undur, auðugur að hugmyndum og sannur. Hann talaði jafn-
an einfalt alþýðumál, hvort tveggja í senn hortugt og við-
kvæmt. Hann var óvenju-fágætur prestur. Ræðusöfn hans,
sem flest hafa verið þýdd á islenzku, Við Babýlonsfljót 1941,
Méð orðsins brandi 1942, Þrjár ræður, gefnar út leynilega af