Skírnir - 01.01.1961, Blaðsíða 173
TRAUSTI EINARSSON:
NOKKUR ORÐ UM SUMARAUKAGREININA
í ÍSLENDINGABÓK.
I fjórðu greininni í Islendingabók Ara fróða segir fyrst frá
aðdraganda þess, að Þorsteinn surtur setur fram tillögu um
sumarauka. Síðan greinir frá samþykkt á Alþingi um það,
að sjöunda hvert sumar skyldi auka um viku; var þetta „í lög
leitt að ráði Þorkels mána og annarra spakra manna“. Eftir
þessi orð kemur niðurlag greinarinnar, samhljóða í báðum
handritunum, sem til eru: „Að réttu tali í hverju ári V dagar
hins fjórða hundraðs, ef eigi er hlaupár, en þá einum fleira,
en að voru tali verða IIII. En þá er eykst að voru tali hið
sjöunda hvert að viku, en engu að hinu, þá verða VII ár sam-
an jafnlöng að hvorutveggja. En ef hlaupár verða II á milli
þeirra, er auka skal, þá þarf auka hið sjötta.“
Þetta niðurlag hefur valdið miklum heilabrotum og margt
verið um það ritað, enda getur hér ekki allt verið með felldu.
En þrátt fyrir margvíslegar skýringar virðist málið þó ekki
útrætt, og því freistast ég til að leggja orð í belg.
Til hægðarauka klýf ég 4. greinina í tvennt, tákna með A
fyrri hlutann, sem endar á orðunum „annarra spakra manna“,
en með B það, sem þá er eftir.
Er þá fyrst að benda á agnúana á B. Það er ljóst, að sá,
sem skrifar B, þekkir rétta lengd ársins, samkvæmt júlíanska
tímabilinu: 365 daga segir hann vera í venjulegu ári, en 366
i hlaupári. En þrátt fyrir það skrifar hann þá augljósu villu,
að 7 ár verði jafnlöng að hvorutveggja tímatalinu, því íslenzka
og því júlíanska. Sjö íslenzk ár, að viðbættum sumarauka,
gera 7X364+7 = 7X365 daga, en sjö júlíönsk ár, þar sem
eitt er hlaupár, gera 7X365 + 1 dag, þ. e. einum degi umfram.
I.endi nú tvö hlaupár milli sumaraukaára, þurfa hin síðar-