Skírnir - 01.01.1961, Page 174
172
Trausti Einarsson
Stímir
nefndu að liggja einu ári nær hvort öðru en ella. Þetta stend-
ur og í síðustu setningu B, en það er aftur rangt, að þá þurfi
að auka sjötta árið. B-kaflinn verður hins vegar réttur, ef hinn
tiltekni fjöldi ára er alstaðar lækkaður um einn: f stað sjö-
unda komi sjötta, í stað sjötta komi fimmta, og í stað VII ár
komi VI ár.
Hvað raðtölurnar snertir, er hugsanleg einföld leið til að
skýra missagnimar, sem sé breytt málvenja — árið, sem tal-
ið var frá, hafi verið talið með. Frá og með sumaraukaári til
næsta venjulegs sumarauka, að þvi ári meðtöldu, em sjö ár.
Þetta er aðgengileg skýring, svo langt sem hún nær, og hefur
áður komið fram hjá Finni Jónssyni (Anz. f. deutsches Alter-
tum, 26, S. 270 ff.) o. fl. En á þennan hátt er ógerningur að
breyta 7 ámnum í 6 ár, og fullyrðingin um jafnlengd 7 ára
er og verður röng.1)
Hvergi hefi ég séð það dregið í efa, að Ari sé höfundur B-
kaflans, og þó sýnist mér það koma til greina. Ein ástæðan er
hin ranga fullyrðing um jafnlengd 7 ára, þótt hana megi að
vísu veikja nokkuð með þeirri tilgátu, að afritari eigi sökina.
Önnur ástæða virðist geta falizt í orðalagi, þ. e. vöntun sagn-
orðsins eru í sambandinu „að réttu tali (eru) í hverju ári“.
Bæði handritin eru hér eins, en þau eru talin afskrifí sama
handrits, sem á að hafa verið skrifað um 1200, þ. e. eftir
daga Ara. Ætla verður því, að svona hafi þetta staðið í 1200-
handritinu, eins og ég vildi mega kalla það hér.
Sumir útgefendur, að minnsta kosti, hafa talið það svo
óeðlilegt að fella niður sögnina, að þeir hafa bætt henni inn í
textann, að vísu auðkenndri. En þegar á það er litið, að hand-
ritin eru hér samhljóða, virðist annar skilningur koma til
greina: Ef B-kaflinn hefði upphaflega verið athugasemd á
blaðrönd, væri hið stytta mál mjög eðlilegt; svona orða menn
slíkar athugasemdir. Og sá, sem skrifaði athugasemdina, gat
verið að bæta inn aðfengnum fróðleik, sem hann skoðaði ekki
ofan í kjölinn, og þannig hefði slæðzt inn talan 7 í stað 6.
Þriðju ástæðuna til að líta á B-kaflann sem yngra innskot
1) Sú skýring, sem komið hefur fram, að orðin „en engu að hinu“
þýði það, að hlaupárinu skuli sleppt, þykir mér langsótt.