Skírnir - 01.01.1961, Síða 175
Skimir Nokkur orð um sumaraukagreiniria í Islendingabók
173
má rekja eftir Alfræði íslenzkri II. I þeim texta er rækilega
fjallað um tímatal, og það er ekki um að villast, að höfundur
textans skilur til grunna það, sem hann er að segja. Hann
segir m. a. (bls. 76), að í einu ári séu 365 dagar og 6 stundir,
sem er nákvæmt eftir júlíanska tímatalinu. En litlu síðar
(bls. 78) segir hann um íslenzka tímatalið: „I þvisa tali þarf
auka hið sjöunda hvert sumar viku. En ef hlaupár verða tvö
á þeirri stund, þá skal auka hið sjötta“. Mér finnst alveg
óhugsandi, að þessi höfundur hefði getað látið frá sér fara
jafn-augljósa villu og þetta er eftir nútíma málvenju. Ég verð
að líta á notkun raðtalnanna á þessum stað sem sönnun þess,
að málvenja höfundar hafi verið önnur, hann hafi talið upp-
hafsárið með og sú tilgáta í sambandi við B-kaflann sé því
rétt.
Og hér er annað athyglisvert: Þessi nákvæmi höfundur
fellur ekki í þá gryfju að segja, að 7 ár verði jafnlöng að
hvorutveggja tímatalinu; hann minnist ekki á það.
Þessi höfundur er talinn rita á fyrra helmingi 13. aldar og
hann hefur fengið þá hugmynd að fylla eyðu í handriti sínu
með 4. grein úr íslendingabók, „eftir góðu handriti“. Það
handrit er þá svipaðs aldurs eða ef til vill eldra en áðurnefnt
1200-handrit. Og hvað tekur hann úr 4. greininni? Hann tek-
ur A-kaflann, en ekki orð úr B-kaflanum. Var það ef til vill
af þeirri ástæðu, að B-kaflinn var ekki til í því handriti, sem
hann notaði?
Eftir þessar athuganir tel ég, að sú skoðun komi mjög til
greina, að B-kaflinn sé ekki frá Ara kominn, hann sé innskot
gert án fulls skilnings á efninu, eða án nægilegrar aðgæzlu.
Beckman, sem ritar mjög ýtarlegan formála að Alfræði ís-
lenzkri II, álítur, að rétt setning sumaraukans hafi fyrst
komið kringum 1150. Fyrir þann tima hafi sumarauki komið
7. og 6. hvert ár. (Hann gengur út frá því, að B-kaflinn sé
frá Ara kominn og hafnar skýringu Finns á notkun raðtaln-
anna.) Þetta var auðvitað ekki fyllilega rétt, segir hann, en
skekkjan var leiðrétt annað slagið fram undir 1150, sennilega
nokkuð af handahófi.
Með þeirri niðurstöðu, sem ég tel mig hafa fengið varð-