Skírnir - 01.01.1961, Page 176
174
Trausti Einarsson
Skírnir
andi notkun raðtalnanna, er setning sumaraukans að vísu rétt
eftir B-kaflanum. En jafnframt má telja vafasamt, að sá
kafli sé eldri en 1150 og gefi vitneskju um sumaraukareglu
fyrir þann tíma.
Um sumarauka fyrir 1150 höfum við þá eina heimild, sem
telja verður örugga, þ. e. A-kaflann. Við getum verið í nokkr-
um vafa um, hvernig þar eigi að skilja raðtöluna, en getum
nú staðhæft, að á því sé vissulega möguleiki, og raunar all-
sterkar líkur, að sjöunda hvert ár þar beri að skilja sem 6.
hvert eftir nútíma málvenju. Sumaraukinn hefði þá strax í
upphafi verið góð leiðrétting, árið reiknað 365% dagur í stað
365%. Skekkjan nemur einum degi á 12 árum miðað við
júlíanska tímatalið, en degi á 13,2 árum miðað við rétta lengd
ársins, og nemur þetta viku á 93 árum. Slíkt tímatal hefur
getað verið í gildi fram á miðja ll.öld án þess að skekkj-
unnar gætti tilfinnanlega. Þannig er þá óvíst og fremur ósenni-
legt, að nokkrar frekari leiðréttingar á islenzka tímatalinu
hafi komið til, fyrr en júlíanska tímatalið var þekkt og hægt
var að miða sumaraukann við það, hvort eitt eða tvö hlaupár
lentu milli sumaraukaára. 1 síðasta lagi um miðja 12. öld eru
nákvæmustu reglur um sumaraukann komnar, að áliti Beck-
mans, en við getum búizt við, að tillit til hlaupáranna hafi
verið farið að taka allmiklu fyrr, enda þótt heimildir muni
nú ekki vera til fyrir því.