Skírnir - 01.01.1961, Side 177
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON:
LOK EINVELDISINS í DANMÖRKU
OG STOFNUN ÍSLENZKU STJÓRNARDEILDARINNAR 1848.
Friðrik III Danakonungur varð einvaldur í októbermánuði
1660 með fulltingi borgarastéttarinnar. Aðallinn hafði verið
knésettur. Hann réð ekki lengur konungskjöri, heldur gekk
konungdómurinn nú að erfðum, og konungur skipaði einnig
embættismenn. Þjóðin átti að hlýða og lúta þjóðhöfðingjan-
um í einu og öllu. 1 bæ og byggð þvarr vald þegnanna, sam-
tímis því sem vald konungsins óx. Háskólinn valdi ekki leng-
ur prófessora sína, prestarnir hættu að velja biskupana og
annað fór eftir því. Aðallinn nöldraði í barm sér og harmaði
missi forréttinda sinna, en þorði ekki að veita mótspyrnu
opinberlega. Borgarastéttin fékk jafnvel ímugust á konungs-
valdinu, og bændastéttin öðlaðist þá dapurlegu reynslu að
hafa farið úr öskunni í eldinn, a. m. k. í mörgum tilfellum.
Englendingurinn Molesworth, sem heimsótti Danmörku um
þetta leyti, lýsir áhrifum einveldisins á Dani á þessa lund:
,-Það er áþekkt með þrældóm og lélega heilsu, hvort tveggja
verður að vana með tímanum, og menn skynja það ekki sem
byrði eða sjúkdóm. Ánauðin skapar sinnuleysi, sem er fjarri
von og ótta. Hún drepur metorðagirnd og aðra óþægilega
eiginleika, sem frelsið fæðir af sér, en veitir í stað þess sljóa
gleði yfir því að vera laus við heilabrot og geðshræringar.“
Með einveldinu var allt, sem heitið gat stjórnmálalegt
frelsi, þurrkað út. Það skapaði vissan jöfnuð með þegnunum.
Samt var það engan veginn stefna einveldisins, að allir skyldu
vera jafnir. Nýr aðall var settur á laggirnar, menn urðu greif-
ar, barónar og fríherrar. Konungurinn gat upphafið menn og
beygt menn í duftið, og með því að gefa konunginum gilda
sjóði gátu menn öðlazt metorð og völd. Konungur bannaði
trúarbragðafrelsi og gekk ríkt eftir, að öllum kirkjureglum