Skírnir - 01.01.1961, Side 178
176
Aðalgeir Kristjánsson
Skirnir
væri hlýtt, enda var presturinn málpípa konungsvaldsins, en
eins og að líkum lætur, gerði einveldið lítið til að efla fræðslu
almennings.
Frakkar voru höfundar einveldisskipulagsins. Sólkonungur-
inn Lúðvík XIV var raunverulega einvaldur, og einveldið
ruddi sér síðan til rúms í Evrópu. Einveldið í Danmörku var
því tízkufyrirbæri, en sérstætt að því leyti, að það var nær
ekkert takmarkað, því með Konungalögunum (Kongeloven),
sem endanlega var gengið frá 1665, var konunginum gefið
næstum því ótakmarkað vald, og hann var hafinn yfir öll
mannleg lög og átti einungis að standa reikningsskil fyrir guði.
Jafnróttæk breyting og þarna varð leiddi af sér endurskipu-
lag á framkvæmd allra stjórnarathafna. Fyrir breytinguna
höfðu einungis verið 3 stjórnarskrifstofur, „danske kancelli“,
„tyske kancelli“ og „rentekammeret“. Nú voru stofnsettar
fleiri nýjar skrifstofur, „kollegier“. Rentukammerið, sem fram
að þessu hafði verið áhangandi kansellíinu, varð sjálfstætt og
hlaut nafnið „skatkammerkollegiet“. Landher og floti fengu
hvort sitt „kollegium". Hæstiréttur kom í stað herradagsins
gamla, og iðnaður og verzlun fengu sérstaka skrifstofu. Að
síðustu var svo stofnað „statskollegium“, sem leysti ríkisráðið
af hólmi. í því áttu sæti æðstu menn hinna „kollegíanna“,
meðan það var við lýði.
Friðrik III ól ugg í brjósti gagnvart „kollegíunum“, hann
óttaðist, að þau kynnu að hrifsa til sín bróðurpartinn af völd-
unum. Þess vegna gekk hann rammbyggilega frá því, að þau
skyldu einungis reifa málin, en hann einn hafa ákvörðunar-
réttinn. Samt sem áður var honum ljóst, að hann gat ekki af-
greitt öll mál einn, og því valdi hann sér ráðgjafa, sem mynd-
uðu hið svokallaða leyndarráð. Hann gat valið þessa ráðgjafa
og sett þá frá eftir eigin geðþótta, en engu að síður kom
leyndarráðið til með að hafa veruleg áhrif á landsstjórnina.
Friðrik III var hylltur erfðakonungur af Islendingum 1662,
en þær breytingar á stjórnarfarinu, sem voru einveldistök-
unni samferða í Danmörku, gengu ekki í gildi á Islandi, fyrr
en á árunum 1683—88.
Mál íslendinga voru síðan lögð fyrir kansellíið og rentu-